Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 3
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
5
Jakob H. Líndal á Hrólfsstöðum.
Björn Jóhannsson á Skarði.
Páll H. Jónsson á Stóru-Völlum.
2. Framkvæmdastjóri félagsins, Sigurður skólastjóri Sig-
urðsson, skýrði því næst frá tilraunastarfsemi félagsins
frá byrjun.
í því sambandi benti hann á, hverjar breytingar hefðu
orðið á jarðræktaraðferðum manna síðan Ræktunarfé-
lagið var stofnað, og hvað tilraunir þess hefðu leitt í
ljós; hvernig þær hefðu sýnt hver verkfæri væru best,
hvernig og hvenær bæri að nota tilbúinn áburð, hvern-
ig hentast væri að rækta rófur og jarðepli og hver af-
brigði þeirra hefðu reynst best. Hvaða árangur væri
orðinn af trjáræktartilraunum þeim, er Ræktunarfélagið
hefir gert, og hve mikil prýði væri að trjá- og blóm-
görðum við bæi. Hvernig tilraunir Ræktunarfélagsins
hefðu sýnt, að grasfræssáning gæti heppnast, og menn
stæðu því betur að vígi með að rækta upp grasrótar-
lausa móa og holt, sem áður hefði verið mjög erfitt,
nema flytja þökur að, sem oft hefði orðið all-dýrt. Að
endingu kvatti hann menn til að leggja krafta sína
fram og rækta landið meira hér eftir en hingað til.
Eftir ræðu framkvæmdastjóra urðu allmiklar umræður
um tilraunastarfsemi félagsins. — Björn Jóhannsson
vakti máls á þvi, að ónóg væri að kenna mönnum að
rækta garðjurtir, það yrði einnig að kenna mönnum að
hagnýta sér þær. Eftir nokkrar umræður kom fram svo
hljóðandi tillaga, frá Birni Jóhannssyni:
„Fundurinn felur stjórninni að styðja að því, ef kost-
„ur er á, að kensla fari fram í tilraunastöð félagsins
»að haustinu, um efnasamsetningu, hagnýtingu og
„geymslu matjurta."
Tillagan var samþykt með þorra atkvæða.
3. Formaður félagsins lagði fram og skýrði tillögur til
breytinga á lögum félagsins. Eftir all-Iangar umræður