Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 10
12
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
„eftirlit með fyrirkomulagi hans og
„rekstri (sbr. 14. gr.). Það styrkir og,
„eftir [aví sem unt er, sýnisreiti, er
„komið yrði upp af einstökum mönn-
„um, félögum eða félagsdeildum,
„enda sé staðurinn valinn í samráði
„við félagsstjórnina."
12. Á eftir 12. gr. komi ný grein', sem verður 14. gr.,
er orðist svo:
„Félagið ræður búfróða menn til þess að ferðast
„um félagssvæðið, helst fjóra, sinn í hverja sýslu.
„Skulu þeir mæla jarðabætur búnaðarfélaganna og
„semja hinar lögboðnu skýrslur um þær, segja
„fyrir um og hafa eftirlit með rekstri tilrauna-
„stöðva og sýnisreita sýslanna og einstakra manna
„eða félaga, annast um útvegun á vörum þeim,
„sem getið er um í 3. gr. 3. tölulið, flytja er-
„indi, þegar því verður við komið, um búnað-
„armál, til fróðleiks og upphvatningar, og leið-
„beina mönnum í öllu, sem að jarðyrkju lýtur.
„Þetta kemst þó því að eins á, að hreppabún-
„aðarfélögin eða meirihluti þeirra fullnægi þeim
„skilyrðum, sem sett eru í 7. gr., og sýslurnar
„greiði árgjald til Ræktunarfélagsins, er eigi sé
„minna en 50 aurar fyrir hvert býli í sýslunni."
13. Við 13. gr.: Yerður 15. gr.
14. Við 14. gr. (viðaukatillaga frá nefndinni): Verður
16. gr. og orðist þannig:
„Lögum þessum verður eigi breytt
„nema breytingarnar séu samþyktar
„af 2/3 mættra fulltrúa á 2 aðalfund-
„um félagsins í röð, og séu þær
„bornar undir álit félagsdeildanna
„milli funda."
Fundurinn felur félagsstjórninni að leggja þessar breyt-
ingatillögur fyrir sýslunefndir og búnaðarfélög á félags-