Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 11
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 13
svæðinu með áskorun um að ganga að þeim skilyrð-
um, sem í þeim felast, og leggi hún síðan breyting-
arnar fyrir næsta aðalfund.
10. Fundurinn ákvað, að fundarályktun frá aðalfundi 1908
um deildarstjóralaun og dagpeninga aðalfundarfull-
trúa, skuli talin gildandi til næsta aðalfundar.
11. Til að endurskoða reikninga félagsins næsta ár voru
kosnir:
Kaupfélagsstjóri Hallgrímur Kristinsson á Akureyri.
Verslunarstjóri Kristján Sigurðsson á Akureyri.
Til vara: hreppstj. Sig. Sigurðsson á Halldórsstöðum.
12. Cand. agric. Páll Zóphóníasson flutti erindium: „Hvað
getum vér gert til þess að auka vinnuaflið í sveitun-
um og lækka þann útgjaldalið í búi bóndans, sem
vinnan hefir í för með sér?"
13. Fjárræktarmaður Jón Þorbergsson flutti erindi um:
„Framfaraviðleitni og framtíðarhorfur þjóðarinnar."
14. Cand. agric. Páll Jónsson flutti erindi um: „Hnignun
landgæða á íslandi og trúna á framtíð landbúnaðar-
ins.
Pá varð fundarhlé meðan stóð á héraðssýningu Þing-
eyinga, er opnuð var af settum sýslunefndaroddvita Sig-’
urði Jónssyni frá Ysta-Felli, en ráðanautur cand. agric.
Ingimundur Quðmundsson flutti erindi um sýningar.
15. Stjórn félagsins var falið að ákveða, hvar og hvenær
næsti aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands yrði
haldinn.
16. Síðan var Stefán skólameistari Stefánsson endurkosinn
í stjórn félagsins ineð því, að allir fulltrúar, sem á
fundinum voru, stóðu upp.
Fundurinn var óvenjulega fjölmennur, um 200 manns,
og þakkaði formaður fundarmönnum fyrir hina miklu og
góðu hluttöku þeirra f fundinum.
Fundarbókin lesin upp og samþykt.
Áður en fundi var slitið flutti Quðmundur skáld Frið-