Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 22
26
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
sem gerðar verði tilraunir með garðyrkju, grasrækt,
skógrækt og tilbúin áburðarefni.
2. Að gróðrarsýnisreitum verði komið upp viðsvegar um
Norðurland, að minsta kosti einum i hverri sýslu, par
sem sýndar yrðu einkum þœr rœktunaraðferðir, sem
búið er að gera i aðalstöð félagsins og líkindi eru til
að hafi se'rstaka þýðingu fyrir jarðrækt hvers héraðs.
3. Að félagið útvegi félögum sínum gott fræ og útsæði,
góð jarðyrkjuverkfæri og tilbúin áburðarefni, ef reynsl-
an sýnir, að svarað geti kostnaði að nota þau hér á
landi, og ennfremur trjáplöntur til gróðursetningar, fyr-
ir lítið verð.
4. Að félagið gefi hverjum, sem óskar þess, allar upplýs-
ingar, sem að jarðrækt lúta. Vill það því ætíð reyna
að hafa í sinni þjónustu menn, sem færir eru um að
gefa þessar upplýsingar. Einnig vill það láta menn
ferðast um og halda fyrirlestra um jarðrækt, til að auka
áhuga manna og þekkingu í því efni.
5. Að koma á fót verklegri kenslu í garðrækt, plæging-
um, grasfræssáningu og gróðursetningu trjáa á einum
stað í hverri sýslu á Norðurlandi.
4. grein.
Sjái félagið sér fært að hafa verksvið sitt víðtækara, en
ákveðið er í 3. grein, getur aðalfundur tekið ákvörðun
um það.
II. Stjórn og fyrirkomulag.
5. grein.
Félagi er hver sá, sem greiðir 2 krónur árlega í fé-
lagssjóð eða 10 krónur í eitt skifti fyrir öll. Einnig hver
sá, sem aðalfundur hefir kosið sem heiðursfélaga.
6. grein.
Félagsmenn skiftast í deildir, er aðallega séu bundnar