Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 23
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
27
við hreppa eða kaupstaði. Þó geta fleiri hreppar satnein-
ast í eina deild, ef hreppsbúum kemur saman um og
stjórn Ræktunarfélagsins samþykkir það. / hverri deild
skulu vera minst 10 félagsmenn. Hver deild skal hafa
eitthvert ætlunarverk, er sé í samræmi við störf og stefnu-
mið aðalfélagsins. Deildirnar eru háðar lögum félagsins,
en að því er snertir stjórn þeirra og störf sérstaklega,
skulu þær semja sér reglur. Pó skal þess vandlega gætt,
að þær reglur komi eigi í bága við lög Ræktunarfélags-
ins, enda öðlast þær eigi gildi fyr en l>ær hafa verið
samþyktar á aðalfundi þess.
Hver deild kýs sér stjórn, svo og fulltrúa á aðalfund
samkvæmt 8. grein. Að öðru leyti skal stjórn deildanna
hagað eftir nánari ákvæðum í reglum hverrar deildar.
7. grein.
Hreppsbúnaðarfélög á félagssvœðinu, frá Hrútafirði til
Gunnólfsvíkurfjalls, geta sent falltrúa á fundi félagsins,
einn fulltrúa hvert, er venjulega sé formaður félagsins, og
fengið jarðabætur sínar mœldar árlega endurgjaldslaust
af búfróðum manni, er jafnframt leiðbeini mönnum i bún-
aði, greiði þau árgjald í sjóð Ræktunarfélagsins, er eigi
sé minna en ein króna fyrir hvern féiagsmann, enda sé
hann ekki félagi Ræktunarfélagsins.
Nú eru allir búnaðarfélagsmenn i Ræktunarfélaginu og
greiða árgjald til þess eða hafa gerst æfifélagar, og fell-
ur þá árgjald búnaðarfélags þess niður, enda ber þá að
telja það sem deild af Ræktunarfélaginu með öllum fe'-
lagsréttindum.
8. grein.
Félaginu stjórnar fulltrúaráð og félagsstjórn.
Hver deild hefir rétt til að senda einn mann á fundi
félagsins fyrir hverja 10 félagsmenn og hvert búnaðarfé-
lag, sem fnllnœgir þeim skilyrðum, sem 7. grein setur,