Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 25
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
29
12. grein.
Qjalddagi á tillögum félagsmanna er 1. okt. ár hvert.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
13. grein.
Nú kemur sýsla á félagssvæðinu upp einum aðalsýnis-
reit fyrir sýsluna á þeim stað, sem stjórn Ræktunarfé-
lagsins álitur heppilegastan, og se'r um land og undir-
búning jarðvegsins og girðingu, þá styrkir Rœktunarfé-
lagið sýnisreitinn með árlegu fjárframlagi, er eigi sé
minna en 'U á móts við styrk þann, er hann fær annar-
staðar að, og hefir eftirlit með fyrirkomulagi hans og
rekstri (sbr. 14. gr.) Pað styrkir og, eftir þvi sem unt
er, sýnisreiti, er komið yrði upp af einstökum mönnum,
félögum eða félagsdeildum, enda sé staðurinn valinn i
samráði við félagsstjórnina.
14. grein.
Félagið ræður búfróða menn til þess að ferðast um fé-
lagssvæðið, helst fjóra, sinn i hverja sýslu. Skulu þeir
mæla jarðabætur búnaðarfélaganna og semja hinar iög-
boðnu skýrslur um þær, segja fyrir um og hafa eftirlit
með rekstri tilraunastöðva og sýnisreita sýslanna og ein-
stakra manna eða félaga, annast um útvegun á vörum
þeim, sem getið er um i 3. grein, 3. tölulið, flytja er-
indi, þegar þvi verður við komið, um búnaðarmál, til
fróðleiks og upphvatningar, og leiðbeina mönnum i öliu,
sem að jarðyrkju lýtur.
Petta kemst þó því að eins á, að hreppsbúnaðarfélög-
in eða meiri hluti þeirra fullnægi þeim skilyrðum, sem
sett eru i 7. grein, og sýslurnar greiði árgjald til Rækt-
unarfélagsins, er eigi sé minna en 50 aurar fyrir hvert
býli í sýslunni.
15. grein.
Félagið skal rofið og hætta störfum sínum, ef það er