Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 27
Nýmœlin
í lagafrumvarpi því, sem prentað er hér að framan og
samþykt voru á síðasta aðalfundi Ræktunarfélagsins, vona
eg að fái góðar undirtektir hjá almenningi hér norðan-
lands.
f*að hefir lengi vakað fyrir stjórn Ræktunarfélagsins,
hve æskilegt það væri, að fast skipulag kæmist á allan
búnaðarfélagsskap landsins, og þá fyrst og fremst inn-
an þess vebanda eða á félagssvæðinu, svo meiri festa
og samræmi yrði í umbótastarfseminni, eftirlitið yrði
betra og því meiri trygging fyrir því, að vel væri unnið
og af skynsamlegu viti.
Hingað til hafa búnaðarfélögin eða jarðabótafélögin
baukað hvert f sínu horni. — í fyrstu var það fremur
landssjóðsstyrkurinn en umbótaáhugi, sem kom þeim á
fót, flestum hverjum, og hélt þeim saman. Síðustu árin
hefir þetta breyst. Nú má fullyrða, að áhugi manna í
mörgum búnaðarfélögum hér norðanlands sé orðinn svo
veigamikill, að þau mundu halda áfram jarðabótastarf-
semi sinni jafn ötullega og áður, þó þau fengju engan
eyri úr landsjóði. En því miður verður þetta ekki sagt
um þau öll, og fjöldamargir bændur taka engan þátt í
þessum félagsskap og jafnvel heil sveitarfélög. — Arið
1907 voru 44 starfandi búnaðarfélög í 54 hreppum á
svæðinu milli Hrútafjarðar og Langaness, og sama ár
eru talin 2000 býli á þessu svæði, en félagar búnaðar-
félaganna ekki nema 914, eða meira en helmingi færri