Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 32
36
. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
lega betur fyrir komið en hér er bent á. Ef sýslunefnd-
irnar leggja fram fé, þá álít ég rétt að þær kjósi mæl-
ingamanninn, en þó eftir tillögum Ræktunarfélagsins; yrði
það að sjálfsögðu sýsluráðanauturinn. í skilyrðunum fyr-
ir styrkveitingum úr landsjóði til búnaðarfélaga mætti á-
kveða að sýslunefndirnar kysu mælingamanninn eftir til-
lögum fjórðungsfélaganna eða Búnaðarféiags íslands þar
sem fjórðungsfélög eru ekki komin á.
Ræktunarfélagið hefir hingað til lagt mesta stund á til-
raunastarfsemina og verklega kenslu heima fyrir í aðal-
tilraunastöðinni. Eins og geta má nærri hafa fæstar til-
raunirnar gefið áreiðanleg svör á svo stuttum tíma, en
nokkuð má álíta fullreynt.
Vissa þykir t. d. fengin fyrir því, að gulrófur og fóð-
urrófur þrífist hér norðanlands og gefi góðan arð í
hvaða ári sem er, ef þeim er sáð í vermireiti (kalda) að
vorinu. Flagsléttur eða sáðsléttur hafa og reynst vel. En
hér er að eins fyrsta sporið stigið. Pað er ekki nóg að
fá vissuna fyrir að ýmsar matjurtir, fóðurjurtir og tré
þrífist hér og gefi góðan arð, heldur verður að fá fólk-
ið til að hagnýta sér þá reynslu jafnótt og hún er feng-
in. Garðyrkja hefir hingað til verið litið stunduð og slæ-
lega hér á Norðurlandi. Meðal margs annars ætti það að
verða hlutverk sýsluráðanautanna að koma garðyrkjunni
heim á hvert einasta heimili, og yfir höfuð eiga þeir að
dreifa þekkingunni á nýjum ræktunaraðferðum út á með-
al almennings jafnótt og þær eru fullreyndar í aðaltil-
raunastöð Ræktunarfélagsins og fá menn til að taka þær
upp. Reir eiga að kenna mönnum að notfæra sér alla
gagnlega nýbreytni í yrkingu landsins og jarðabótum,
benda mönnum á hentug verkfæri og kenna mönnum
að hagnýta sem best alt, sem jörðin gefur af sér og
getur gefið af sér. Peir eiga í fám orðum sagt að verða
farkennarar í búnaði, sérstaklega i hverskonar jarðyrkju,
er heimsœki árlega hvern félagsmann, sífrœðandi og hvetj-