Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 33
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
37
andi til allskonar búnaðarumbóta og nytsamlegra fram-
kvæmda búnaði landsins til eflingar og sánnra þrifa.
Ef þetta er ekki ráðið til þess að dreifa búnaðarþekk-
ingu út á meðal almennings og vekja almennan áhuga
á ræktun landsins og búnaðarframförum yfirleitt, þá býst
eg við, að það vefjist fyrir mönnum að benda á annað
ráð vænlegra.
Að endingu leyfi ég mér í nafni Ræktunarfélagsins að
heita á allar héraðsstjórnir Norðurlands, er skipaðar eru
svo mörgum ágætum mönnum, norðlensku búnaðarfé-
lögin öll og alla dugandi drengi, sem bera blómgun og
efling landbúnaðarins fyrir brjósti, að taka þetta mál til
rækilegrar yfirvegunar og beitast fyrir að koma því í
framkvæmd, ef þeir komast að þeirri niðurstöðu, sem
eg efa ekki, að hér sé mikið mál og gott á ferðinni,
sem hljóti að hafa heillavænlegar afleiðingar fyrir land
og lýð, ef rétt er á haldið og menn veita því fylgi.
Verum samtaka! Pví
»hvað má höndin ein og ein? —
Allir leggjum saman.«
Akureyri, 30. júní 1010.
Stefán Stefánsson.