Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 38
42
Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands.
þó engu að síður víst, að lifandi verur, einstaklingar og
flokkar, hafa dáið út, og að undir það lögmál eru heil-
ar þjóðir gefnar. Og hvað snertir kinstofn vorn og vora
frægu fornaldarmentun, þá höfum vér þar til samanburð-
ar þjóðir, sem frægar voru í fornöld, en hnignað hefir
og tæplega virðast eiga viðreisnar von. Má í þvf efni
minnast á Grikki sérstaklega, sem voru einhver frægasta
menningarþjóð í firri tíð. Þeir náðu frelsi sínu á síðast-
liðinni öld, eftir margra alda kúgun og niðurlægingu, og
allir framþróunarvinir gengu að því vísu, að nú ættu þeir
firir höndum glæsilegt menningarskeið. En hver hefir
reindin orðið? Hver er hinn lengi þráði ávöxtur frelsis-
ins? Sundurlindi og úlfúð — úlfúð og sundurlindi. F*að
eru hnignunaröfl lífsins en ekki þróunaröfl þess, sem
frelsið hefir leitt í ljós; einkenni ættlerans en ekki ein-
kenni hins lífselska, bjartsína, samúðga þróunarmanns.
Og ef vér lítum yfir vort eigið þjóðlíf, hversu mikil lík-
indi er ekki þar að sjá og hjá Grikkjunum? Ef vér lít-
um ifir alt sundurlindið og úlfúðina með kórónu sína í
málaferlunum þ. á.; lítum ifir allar hinar ógeðslegu til-
hneigingar, sem í ljós hafa komið, til að sparka náung-
anum niður í saurinn og gera hann að stiklu firir sjálf-
an sig til meiri eða minni vegs og virðingar; lítum á
óhófstilhneigingar þjóðarinnar og óvarfærni í fjármála-
sökum, tilhneigingarnar til að lifa á öðrum, á lánum eða
á annan hátt, og óbeitartilfinningarnar á því að »neita
brauðsins í sveita síns andlitis«, — þá getur ekki hjá því
farið, að mörgum manni renni til rifja og að sú hugsun
vakni með meira eða minna afli, að máske séum vér
orðnir þeir ættlerar, sem enga eiga viðreisnar von. Og
því segi ég það: ég veit það ekki, sannarlega veit ég
það ekki, hvað vor bíður, og með fullu trúnaðartrausti
get ég ekki horft á komandi tíð. En — voninni sleppi ég
þó ekki, því án hennar get ég ekki verið. Og þessa von
tengi ég einkum við skóla vora og ræktunarstofnanir;
við alt, sem að því stefnir að menta fólkið og rækta