Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 40
Efnasamsetning nokkurra fœðistegunda.
Eftir Pál Zóphóniasson.
Það kemur oft í ljós, að mönnum er illa við að neyta
garðávaxta. Pað þykir dýrslegt að »éta gras«, og margir
álíta að lítil næring sé í þeim.
Síðasti aðalfundur vildi að stjórn Ræktunarfél. reyndi
að útbreiða þekkingu á samsetning og notagildi garðávaxta.
Sá er tilgangurinn með grein þessari.
En fyrst þarf að athuga hverrar fæðu maður þarfnast
og hvaða efni eru í henni.
í fæðunni eru aðallega þrír næringarflokkar — kolvetni,
Fita og holdgjafasambönd.
Söltin eru líka nauðsynleg, en er hér slept af því að
alt af er nóg af þeim í fæðunni.
Einkis þessara þriggja flokka getur maður án verið til
lengdar. Þeir eru líka allir í fæðunni, þótt það sé mjög
misjafnt, hve mikið er af hverjum þeirra i hinum ýmsu
fœðistegundum.
Hlutverk þeirra er að viðhalda líkamshitanum og mynda
hina ýmsu vefi líkamans.
Kolvetnin og fitan viðhalda líkamshitanum, en holdgjafa-
samböndin vefunum. Holdgjafasamböndin geta þó brunn-
ið og viðhaldið hitanum, og því er það, að dýr geta lif-
að nokkurn tíma á tómum holdgjafasamböndum — kjöti.
Notagildi matvælanna í líkamanum er mælt í hitaein-
ingum eða »calorium«. 1 caloria er sá hiti kallaður, sem
þarf til að hita 1 litra (pott) af vatni um 1° C.
Menn hafa fundið að jafnmikill hiti myndast við melt-