Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 48
52 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
eru þá líka önnur ráð og aðrar ráðstafanir, sem liggja
nærri og fyr verða notuð.
b. Fá íslendinga frá Ameríku til að flytja heim aftur.
Pað er kunnugra en frá þurfi að segja, að marga ís-
lendinga vestan hafs langar heim. Marga langar að kom-
ast aftur héim til fósturlandsins sem þeir þrá, heim til
ættingja, kunningja og vina, sem þeir sakna svo sárt,
og heim til æskustöðvanna þar sem þeir lifðu sín sak-
lausu, glöðu æskuár. En kringumstæðurnar, dýrt far-
gjald og ógreiðar skipagöngur eru þar til fyrirstöðu.
Hjer er áreiðanlega verkefni fyrir landið eða stjórnina.
Hjer er það margt, sem styður að því að fá greiðar,
beinar skipaferðir á milli.
Bændur eiga nú orðið sjálfir mikið af verslun hjer '
við land — öll kaupfjelögin — og þó það sje þessu máli
óskylt — þá gætu bændur með samtökum komið á fót
beinum skipagöngnm við Ameríku. Besti markaður ís-
lensku ullarinnar er þar, og þangað fer hún, þó hún
fyrst fari til Danmerkur og Englands. En væri þá ekki
tiltök að byggja skip og láta það fara beint til Ameríku
með ullina, beint til þeirra verksmiðja er vinna hana.
Koma síðan aftur með maís, hveiti og aðrar vörur, sem
eru ódýrari þar en hjer norðurfrá. Og taka svo þá, er
þreyðu heim, með. Hvað segja bændurnir, hvað segja
þingeysku kaupfjelagsmennirnir? (Geta kaupfjelögin orð-
ið samtaka um það, það þarf einn skipsfarmur að fást.)
Og hvað segði landsstjórnin? Hún ætti að styðja að
þessu, það er þess vert.
c. Stemma stigu fyrir þá strauma, sem flytja fólkið
burt úr sveitinni.
Um þetta mál hefir verið svo mikið rætt og ritað,
að það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að
minnast á það. Og þó get jeg ekki leitt það alveg
hjá mjer. Ekki stilt mig um að drepa á nokkur af þeim
atriðum, er jeg hefi heyrt fólk telja sem orsakir þess,
að það flutti í kaupstaðina. Og víst er þörf á því að