Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 49
Árstit Ræktunarfjelags Norðurlands. 53
minst sje á það, því þó landsfólki fjölgi, þá fer öll sú
fjölgun í kaupstaðina; sveitafólkið stendur í stað.
Hið fyrsta, er jeg heyrði nefnt, var kaupið. Auðurinn
er afl þeirra hluta er gera skal, og flestir vilja keppa að
því að klófesta hann. Og hvað er þá eðlilegra en fólk
streymi þangað sem það heldur að það geti grætt mest?
En hvar græðum við íslendingar mest? Hvorri vegnar
betur, verkamannastjettinni í kaupstöðunum eða sveit-
unum? Sveitaverkamanninum vegnar betur. Hann á meira
og er eins og menn segja »betur efnum búinn«. En
hvernig er því þá varið með þetta háa kaupgjald? Sann-
leikurinn er sá, að vissa tíma á árinu er kaupgjaldið í
kaupstaðnum hátt og þá geta menn á skömmum tíma
innunnið sjer allmikið. En sá tími er stuttur, og brátt
rekur að því, að kaupgjaldið lækkar og menn hætta að
geta fengið nokkra vinnu. Og þá eyðist háa kaupið
undra fljótt, og árskaupið er síst hærra í kaupstöðunum
þegar alt er reiknað. í sveitinni er enn margt ókeypis,
sem reiknað er í kaupstaðnum. Skæðaskinn, þjónusta og
fl. er þannig aldrei réiknað hjúum, og svo er með margt
fleira. Margt smátt gerir eitt stórt, og það er víst og á-
reiðanlegt, að sveitafólkið á meira.
Sumir hafa sagt við mig, að þessi óreglulegi og langi
vinnutími í sveitinni hafi sjer þótt svo þreytandi, og
þess vegna hafi þeir flutt sig í kaupstaðinn.
Pað skal af mjer viðurkent, að þessi mótbára hefir
nokkuð — ofurlítið — við að styðjast. En lítið er það.
Vinnutíminn er víða of langur, en þegar við segjum
það, verður að minna þá, er vilja fá stuttan vinnutíma,
á það, að það er ranglát og órjettlát krafa, að ætlast til
þess að vinnutíminn hjer á landi sje jafn stuttur og er-
Iendis. Munið, að við höfum styttri bjargræðistíma. Pví
er okkur áríðandi að nota hann vel, og eigum við að
gera eins mikið og aðrar þjóðir gera á sínum langa
bjargræðistíma, þá verðum við að vinna betur — vinna
lengur. En nógu langur tími er 12 tíma vinna; en þá á