Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Qupperneq 50
54
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
líka að vinna. Pá á að láta sjá að orf og hrífur gangi,
en ekki að það sje í höndunum á sofandi mönnum.
Pess mega bændurnir krefjast. Viðvíkjandi hinu, um
reglubundinn vinnutíma, þá er okkur ómögulegt að
hafa hann reglubundinn. Hvernig á að vera reglubund-
inn vinnutími í vor- og haustferðum? Ætti að setjast að
mitt á milli bæja af því að klukkan slægi 10, eða hvað
það nú væri? Eða við fjárgeymslu og smölun vor og
haust. Pað ætti ef til vill að hætta rjettardaginn, þó ver-
ið væri með reksturinn í miðri á á heimleið ef klukkan
væri komin? Nei, það er lífsins ómögulegt að krefjast
þess að vinnutíminn altaf og æfinlega sje reglubundinn,
og það er ranglát krafa af hjúunum að gera það. En
hann getur öftast verið reglubundnari en hann er nú;
það skal jeg viðurkenna. Með því gerðu bændurnir sjer
áreiðanlega hag, og það verður hann líka. Sannið þið til.
Pá þykir sumum að verkin í sveitinni sjeu lítilsvirt.
Peim finnast sumir vinnuveitendur líta smáum augum á
sig, sýna sjer kulda og ónærgætni. Það kann að vera að
þetta hafi verið, en nú hygg eg það sjaldgæft. Ætli það
sjeu margir, sem mentunin ekki hefir náð svo til, að hún
hafi getað Iátið þá skilja, að allir, sem leysa verk sín vel
af hendi, eru jafn heiðvirðir. Að manngreinarálit er dott-
ið úr sögunni og það ber að meta þann mest, sem
best leysir verk sitt af hendi. Hafi heildin — þjóðin —
sýnt einhverjum þá tiltrú, að fela honum eitthvert af
þeim verkum — opinberum embættum —, er hún þarf
að láta vinnumenn sína gera, þá er það óneitanlega
heiður fyrir þann mann, að hafa almenningsálit. En sýni
hann síðar, að hann leysi verk sitt illa af hendi, að
hann bregðist trausti, hversu miklu minna metinn á ekki
sá að vera, en hinn sem altaf hefir verið trúr yfir litlu.
Og því segi jeg: ráðherra og háyfirdómara, sem gegna
embættum sínum með ótrú og ekki hugsa um hag og
rjett einstaklingsins ög þjóðarinnar, ber að meta minna
en fjósamann og niðursetu, sem gera verk sín með