Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 53
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 57
um hrossamargir, íslendingar, enda þótt þessi sýslan
sje það ekki.
En hestaflið notum við bæði lítið og óhyggilega, og
eru ýmsar orsakir þess, þó fáar sjeu þær veigamiklar.
Forfeður vorir notuðu bæði hesta og uxa til dráttar.
Þeir voru fyrirmynd í því sem mörgu öðru. F*eir þektu
þann sannleika, sem fleiri áratuga reynsla er búin að
staðfesta, að það er 10 sinnum ódýrara en mannsaflið.
En vegir fornmanna versnuðu, og þeir höfðu ekki
manndáð til að halda þeim við. Pegar kom fram á 14.
öldina fór þessi góði siður að leggjast niður, og um
aldamótin 1400 mun mega segja að hann sje alveg
lagður niður.
Niðurníðsla og hrörnun verkfæra og vega mun hafa
valdið því.
Síðan er hestaflið ekki notað fyr en um 1850, nema til
reiðar og áburðar.
En um 1850 er eins og það renni upp nýtt framfara-
tímabil. Jarðabætur vaxa, tún og garðar stækka og fl.,
og þá er líka farið að hagnýta vinnuaflið betur og auka
það með hestafli. En til að nota það betur og meira,
þurfa menn að eiga ýms verkfæri. Sjerstaklega má nefna:
Plóginn eða arðinn. Hann er bráðnauðsynlegur á hverju
heimili. í fyrstu gætu þó 2 —3 verið saman um plógkaup.
Aldrei ætti að sjást sljettað nema með plóg; öll flög
ættu að plægjast með hönum þegar búið væri að rista
ofan af. Pað er í þessu sambandi alveg sama, hvort það
eru sáð- eða þaksljettur, sem sljettaðar eru; plægja á
þær.
Nýrri tíma rannsóknir yfir fóðrun mjólkurkúa sýna,
að við eigum að gefa kúnum okkur rófur með töðunni.
í henni fá þær ekki nóg kolvetni í hlutfalli við eggja-
hvítuefnin, og þau þurfa þær að fá úr rófunum. En til
þess að geta það, þurfum vjer að hafa rófnaakra. Og
það eigum vjer að gera, með því einu getum vjer fóðr-
að þær rjett. En til þess þurfum vjer plóg, því þeir