Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 61
Um grasrækt.
(Eftir 5. Sigurðsson.)
Jarðyrkja og þjóðmenning eru fylgifiskar.
Því betur sem jörðin er ræktuð, því meiri eru afurð-
irnar og framleiðslan. F*ær þjóðir, sem lengst hafa ver-
ið komnar á menningarbrautinni á hverjum tíma, hafa
nær ætíð verið fremstar í búnaði og jarðrækt. Lítum t.
d. til Forn-Egifta og Rómverja meðan ríki þeirra er að
vaxa og ná útbreiðslu, eða til Dana nú á tímum.
Skilyrðin fyrir jurtagróðrinum eru næsta mismunandi.
I suðrænum löndum er einkum ávaxtarækt, norðar korn-
yrkja og nyrst grasræktin. Alt eru þetta nytjajurtir, sem
mönnunum eru að gagni, beinlínis eða óbeinlínis, og
veita þeim lífsviðurværi. Undir því er velmegun þjóð-
anna — eða fátækt — komin, hvort mikið eða lítið er
framleitt af þessum gróðri. Ætla mætti, að þar, sem
skilyrði jurtagróðurs eru góð, nægur hiti, góður jarð-
vegur og hæfilegur raki, væri jarðræktin arðsömust.
Svo er því oft farið. En á þeim stöðum getur þó
margt hamlað því. Bæði geta sveppir og skordýr eytt
jurtagróðrinum, og eins á framtakssemi mannanna og
fyrirhyggja drjúgan þátt í því, hvernig eftirtekjan verður.
Pað er arðvænlegast og hentar best hvarvetna, að al-
5