Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 63
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
67
ræktina, þarf þó meira ef duga skal. Víða eru túnin
þýfð, eða í órækt vegna of Iítils áburðar, enda er hirð-
ing hans hörmuleg. Stórir flákar af óyrktu landi með
góðum jarðvegi bíða þess að mannshöndin taki þá til
ræktunar og breyti þeim í arðberandi land.
Meginhlutann af því landi, sem yrkt er og ræktað
verður hjer á landi, er og verður arðvænlegast að nota
til grasræktar eða rófnaræktar. Pað eru lítil líkindi til
þess að kornyrkja geti svarað kostnaði hjer, þótt nokkr-
ar korntegundir geti þrifist hjer í flestum árum. Garð-
yrkja getur víða verið arðvænleg og ætti að vera stund-
uð á hverju heimili, og á nokkrum stöðum eru góð
skilyrði til að reka garðrækt í stórum stíl, t. d. þar sem
jarðhiti er. Nokkuð mætti og gera að trjárækt og runna-
rækt. Umbætur á grasrækt og aukinn heyafli eru þó
mikilsverðasta atriði í búnaði. A því byggist kvikfjár-
ræktin og þá um leið afurðir búanna. Ef vjer hefðum
nóg fóður, þá gœtum vjer haft margt fje, mikla mjólk
og mikið kjöt og gnœgð peninga.
Allir þekkja hvernig túnræktinni er hagað hjer hjá
oss. Á því hefir orðið lítil breyting síðan land bygðist,
nema hvað þúfunum hefir fækkað nokkuð á síðari ár-
um.
Pað er óvíða gert erlendis að nota hið sama land til
sömu ræktunar svo öldum skiftir. Paksljettuaðferðin er
óvíða þekt þar, því að mikill hluti af hinu yrkta landi
er um eitt áraskeið notað sem graslendi (vanal. 3 — 12
ár), en síðan brotið og notað sem akur um nokkur ár
(2 — 4) og þá að nýju gert að graslendi, og þannig
gengur það koll af kolli.
F*etta graslendi er ætíð myndað á þann hátt, að sáð
er grasfræi. Pað er þó eigi langt sfðan menn komust
upp á að nota þá aðferð. Ræktun hins svonefnda rauð-
smára var fyrst kunn í Suður-Evrópu á 15, —16. öld,
en varð eigi almenn fyr en á síðustu öld. Af grasteg-
5*