Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 64
68
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
unduiri var einna fyrst notað, svo að nokkuð kvæði að,
svonefnt vallarfoxgras um 1750, en flestar aðrar gras-
tegundir eigi fyr en á síðustu áratugum.
»Ræktunarfjelag Norðurlands« hefir gert allmiklar til-
raunir með grasfræsáningu, þar eð ætla má að hún geti
komið að notum hjer á landi. Peir kostir, sem hún hef-
ir fram yfir þá aðferð, er vjer nú höfum, eru einkum
þessir:
1. Undirbúning lands til grasfræsáningar er að mestu
leyti hægt að framkvæma með hestafli. Pað er
mikilsvert, því að vjer höfum ódýrt hestafl, sem
lítt er notað, en vinna mannsins verður æ dýrari
og dýrari.
2. Oyrkt land og lítt grasi vaxið er hægt að gera að
graslendi með grasfræsáningu á tiltölulega skömm-
um tíma.
3. Við grasfræsáningu ræður maður að mestu, að
minsta kosti í fyrstu, hverjar grastegundir vaxa á
svæðinu. Það er mikilsvert, því að þá sáir maður
að sjálfsögðu að eins þeim tegundum, sem best
þrífast, og sem eru bestar fóðurjurtir.
Nú skal skýrt frá þeim tilraunum, sem »Ræktunarfje-
lag Norðurlands« hefir látið gera í þessa átt. Tilraunirn-
ar eru að vísu ekki svo víðtækar sem æskilegt væri, og
eigi svo margra ára reynsla fengin sem þyrfti, en þær
gefa þó nokkrar bendingar, sem eru mikils virði, og
eigi áður kunnar, um það, hvort grasfræsáning geti
hepnast hjer á landi. Framhaldstilraunir vorar gefa að
sjálfsögðu fyllri vissu og nánari þekkingu í þessu efni.
Tilhögun tilraunanna.
1. Fyrst og fremst hefir verið leitað eftir því, hverjar
grastegundir gæti þrifist hjer og hverjar þeirra gætu
gefið mesta eftirtekju. Hverri tegund hefir verið
sáð í sjerstaka reiti, sem hafa verið nálægt Vioo