Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 66
70 Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
þegar allmikilli útbreiðslu eigi einungis í Ameríku held-
ur og í Evrópu. Nú er það ræktað einna mest allra
grastegunda.
í tilraunastöðinni hefir verið sáð fræi af vallarfoxgrasi
á hverju ári síðan 1904. Pað hefir æfinlega komið vel
upp, náð þroska, þolað vel vetrarkuldann og eigi dá-
ið út.
Heyaflinn hefir verið 3575 pd. af dagsláttunni að með-
altali. Erlendis vex vallarfoxgras venjulega eigi lengur
en 4 — 6 ár á sama stað; þá fer það að deyja út, og
aðrar grastegundir koma í staðinn, eða þá að landið er
plægt upp á ný. F*ar sem vallarfoxgrasi var sáð fyrst
hjer, er enn þjett og góð rót. Verið getur að það vaxi
hjer lengur á sama stað en erlendis, þar eð það nær
eigi eins fljótt þroska. — Gras þetta er mjög góð fóður-
jurt, verður hávaxið (60 — 80 cm.) og eftirtekjan mikil.
Fræið er ódýrt og sprettur vel. Það þrífst best í myldn-
um, næringarríkum jarðvegi, þar sem eigi er of votlent.
F*að þarf þess vegna að bera vel á, þar sem sá skal
valllarfoxgrasi. Eigi má beita sképnum þar sem því er
sáð, allra síst fyrstu árin, því að það skemmir grasrót-
ina og getur jafnvel gert landið að flagi.
Tilraunirnar hafa sýnt að vallarfoxgras þrífst hjer bet
ur en jeg hafði gert mjer vonir um, þolir vel kuldann
og er varanlegt, og þess vegna er engin áhætta að nota
það í fræblandanir.
2. Háliðagras (Alopecurus pratensis). F*að er eigi eins
langt síðan menn fóru að rækta það eins og vallarfox-
grasið. Ræktun þess varð ekki almenn fyr en á síðustu
áratugum. F*ví var fyrst sáð hjer 1904. Heyaflinn hefir
verið 2000 pd. af dagsláttu að meðaltali. Háliðagras vex
fljótt, og er miklu bráðþroskaðra en vallarfoxgras. F*að
er hávaxið (1 meter eða þar yfir) en vanalega nokkuð
gisið, og þess vegna er eftirtekjan rýrari. F’að er gott
fóðurgras. F*að þrífst best í myldnum mýrarjarðvegi eða
moldarjarðvegi sem er nægilega rakur, og þarf all-mik-