Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 68
72
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
sáð 1909. Það kom strjált upp og eftirtekjan hefir verið
lítil. F’að getur eigi verið tiltal að sá þessari grastegund
i góðan og frjóan jarðveg, þar eð aðrar tegundir gefa
þar meiri eftirtekju. f þurrum og sendnum jarðvegi get-
ur aftur verið tiltal að sá til hans, því að hann þrífst
þar betur en flestar aðrar jurtir.
c. HávinguII (Festuca pratensis). Til hans var sáð
1904. Hann hefir þrifist vel. Heyaflinn hefir verið sem
svarar 2000 pd. af dagsláttunni að meðaltali. F*að er há-
vaxin jurt (um 130 cm.). Fræið hefir komið vel upp.
Hávingull þrífst best í rökum jarðvegi, einkum myldn-
um mýrajarðvegi; hann getur og vaxið í sendnum jarð-
vegi, ef hann er nógu rakur. Hann er góð fóðurjurt.
d. SauðvinguIsbróðir(FestucaduriuscuIa). Til hans
var sáð 1905 og 1909. Hann hefir myndað allþjetta gras-
rót. Heyaflinn hefir verið sem svarar 2000 pd. af dag-
sláttunni að meðaltali. Hann þrífst best í nokkuð þurr-
um og sendnum jarðvegi, og er varla gerlegt að sá
honum annarsstaðar, því að í betri jarðvegi gefa aðrar
jurtir meiri eftirtekju.
e. Tágavingull (Festuca arundinacea). Til hans var
sáð 1904 og 1909. Fræið var sænskt í fyrra skiftið, en
þýskt í síðara skiftið. Af því fræi, sem sáð var 1904,
hefir sprettan verið fremur lítil, um 1400 pd. af dag-
sláttunni að meðaltali. F*eir reitir, sem þýska fræinu var
sáð í, spruttu mjög vel í fyrra. Tágavingull þrífst best í
rökum og myldnum jarðvegi. Hann er hávaxiun (130
cm.). Fræið kemur vel upp, en er nokkuð dýrt. Hann
myndar varanlega grasrót.
5. Sikjakornpuntur (Glyceria fluitans) hefir verið reynd-
ur, en eigi í þeim jarðvegi, þar sem hann nær vanalega
mestum þroska, en það er í blautri léirleðju; hefir hann
náð litlum þrifum í tilraunastöðinni. F’ó má ætla að hann
geti þrifist hjer á landi og náð þroska þar sem skilyrðin
eru við hans hæfi.
6. Snarrótarpuntur (Aera cæspitosa). Til hans var sáð