Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 69
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
73
1909, bæði þýsku og íslensku fræi; kom hvorttveggja
allvel upp, en sprettan hefir verið fremur lítil, bæði
fyrsta árið og í fyrra, einkum af íslenska fræinu. Snar-
rótarpuntur er mjög sjaldan ræktaður érlendis, þar eð
hann þykir þar miður góð fóðurjurt. Hjer vex snarrót-
arpuntur bæði á túnum, á grundum og í grasmóum ut-
an túns. Hann nær mestum þroska, ef jarðvegurinn er
rakur. Hann ber hjer fullþroska fræ, og má safna fræinu
og sá. Annars er eigi hægt að fá fræíð nema frá F*ýska-
landi. — Snarrótarpuntur þykir hjer góð fóðurjurt. Best
er að sá honum einum sjer, en eigi með öðrum gras-
tegundum. Pá myndar hann þjetta og góða grasrót. En
ef honum er sáð rneð öðrum grastegundum þá myndar
hann þýfi.
7. Bugðupuntur (Aera flexuosa). Til hans hefir verið
reynt að sá þýsku fræi, en mjög litlum þroska hefir
hann náð.
8. Hálingresi (Agrostis vulgaris). Til þess var sáð 1909.
Fræið kom jafnt upp, en eftirtekjan var fremur lítil í
fyrra. Pað vex helst í lausum og rökum jarðvegi, er
varanlegt og myndar þjetta grasrót. F*að vex víða hjer á
landi.
9. Skriðlíngresi (Agrostis alba). Til þess var einnig sáð
1909. F’að náði líkum þroska og hálíngresi. Af báðum
þessum tegundum er smágert og næringarmikið fóður-
gras. F*að er gott að sá þeim með hávöxnum grasteg-
undum, því að þær þjetta grasrótina og auka eftir-
tekjuna.
10. Fóðurfax (Bromus inermis). Pví var sáð árið 1904,
og síðan flest árin. Heyaflinn hefir verið sem svarar
2500 pd. af dagsláttunni að jafnaði. F’að er hávaxið
gras (1 meter og þar yfir) og þrífst best í lausum
og þurrum jarðvegi. Pað er mjög varanlegt. F*að eykst
á þann hátt að það skýtur rótaröngum út frá sjer og
vaxa upp af þeim blöð og stönglar. Gras þetta ryður
sjer þess vegna til rúms eftir því sem árin líða, ef