Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 72
76 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
jarðvegurinn er við hans hæfi. Pað afbrigði hans, sem
kallað er »Tóten«-smári, og er norskt, hefir reynst best.
2. Hvitsmárí (Trifolium repens). Til hans hefir einnig
verið sáð árlega síðan »Ræktunarfjelag NorðurIands« byr-
jaði á tilraunum sínum. Hann er lítið ræktaður erlendis,
því að hann er miklu smávaxnari en rauðsmári og gefur
þess vegna minni eftirtekju. Hann er þó ágæt fóðurjurt
og hefir þann kost fram yfir rauðsmára, að hann er mjög
varanlegur. Hann skýtur rótaröngum út frá sjer neðan-
jarðar og dreifist þannig smátt og smátt út um gras-
lendi. Hann þrífst hjer vel og gerir líkar kröfur til jarð-
vegar og áburðar og rauðsmári, en þolir miklu betur ó-
blíðu náttúrunnar.
Hann var fyrst ræktaður á Norðurlöndum á 18. öld.
3. Alsikusmárí (Trifolium hybridum). Til hans hefir ver-
ið sáð árlega síðan 1904. Hann dregur nafn sitt af hjer-
aði einu í Svíþjóð, þar sem grasafræðingurinn Linné fann
hann fyrst. Alsikusmári er nokkru varanlegri en rauð-
smári og getur þrifist betur í moldarjarðvegi, jafnvel þótt
hann sje nokkuð rakur. Ræktun hans hefir hepnast all-
vel, þótt nokkuð hafi dáið út af þeim plöntum, sem
sáð hefir verið til og upp hafa komið. Alsikusmári er
góð fóðurjurt.
4. Umfeðmingur (Vicia cracca). Til hans hefir verið sáð
bæði erlendu fræi og innlendu. Fræið er afardýrt og
kemur oft illa upp. Pær plöntur, sem upp hafa komið,
hafa þróast ágætlega, og umfeðmingstoppurinn stækkar
ár frá ári, því að hann dreifist út með rótargreinum.
Hann er mjög varanlegur og ágæt fóðurjurt. Hann
þrífst best í djúpum moldarjarðvegi. Umfeðming ætti
að rækta á graslendi, því að hann þrífst þar mjög vel
og dreifist smátt og smátt út, þótt iítið sje af honum í
fyrstu. — Erlendis er umfeðmingur lítið ræktaður nema í
norðanverðri Svíþjóð. F*ar reynist hann ágætlega.
5. Giljaflœkja (Vicia sepium). Rað hefir verið reynt að
sá til hennar. Fræið kom illa upp og plönturnar náðu