Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 74
78
Ársrít Ræktunarfjelags Norðurlands.
Síðan hefir ræktun hans breiðst út. Hann þrífst best í
leir- og kalkblendnum jarðvegi. Rætur hans geta orðið
IV2 —2 metrar á lengd. Ress vegna er mest undir því
komið hvernig undiriagið er. I tilraunastöðinni var hon-
um sáð í grýtta leirbrekku, þar sem engin jurt hafði áð-
ur getað þrifist. Rar spratt hann allvel. Hann er nokkuð
stórvaxin jurt með rauðum blómum og keylumynduðum
klösum. Hann er góð fóðurjurt. Eftir þeirri reynslu, sem
fengin er, gefur hann bestu vonir um að hann geti
þrifist hjer, og að arðvænlegt geti verið að rækta hann.
11. Fleirærar Lúpíur (Lupinus polyphyllus) Til þeirra
hefir verið sáð og hafa þær þrifist vel. Pá jurt má rækta
á graslendi. Pær eru gott fóður og all-stórvaxnar. Rær
þrífast best í leir- og sandblendnum jarðvegi. í norð-
anverðri Svíþjóð hafa þær reynst vel.
Grasfræblandanir.
Regar búa á til graslendi með grasfræsáningu, er vana-
lega blandað saman ýmsum grasfrætegundum, sem ætla
má að best geti þrifist á því svæði sem um er að ræða,
og geti myndað þar sem jafnastan og þroskamestan
gróður. Ef jarðvegurinn er mjög einhliða, getur verið
um að eins örfáar tegundir að ræða, sem þrifist geti í
þeim jarðvegi, og hefir verið bent á það hjer að fram-
an, hverjar kröfur hinar einstöku tegundir gera til jarð-
vegarins. En ef jarðvegurinn er góður, verður um fleiri
tegundir að ræða. Pað er mjög mikið vandaverk að búa
til góða grasfræblöndu. Tegundirnar þurfa að vera vald-
ar eftir jarðveginum, og blönduninni verður að haga
eftir þroska tegundanna, og blanda saman hávöxnum
og lágvöxnum tegundum, svo að þjett og varanleg
grasrót geti myndast. Einnig verður að taka tillit til
þess, hve góðar fóðurjurtir um er að ræða. F*að fer
mjög eftir grasfræblönduninni, hve gott graslendið verður.
»Ræktunarfjelag Norðurlands« hefir gert nokkrar til-