Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Qupperneq 75
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
79
raunir með mismunandi fræblandanir. Byrjað var á til-
raunum þessum árið 1906. Svæðið, sem valið var til til-
raunanna, var óræktarholt, þar sem jarðvegurinn var laus,
sand- og leirblandinn moldarjarðvegur, hæfilega rakur.
Holt þetta var fyrst plægt 1904; 1905 var það herfað og
sáð í það höfrum. Pá var borið á sem svaraði á hverja
dagsláttu 200 pd. af Chilisaltsteini, 300 pd. af Superfos-
fat (með 18% fosfórsýru) og 100 pd. af kalíáburði (með
37 % af kalí). Um haustið var svo landið plægt af nýju
og látið liggja þannig vetrarlangt. Voriðl906 var jarðvegur-
inn orðinn vel myldinn; þá var hann herfaður og sáð í hann
grasfræi meðhöfrumsemsvaraðilOOpd.ádagsláttuna. Sam-
tímis var borið á, 200 pd. Superfosfat og 100 pd. Chilisalt-
steinn á dagsláttuna. Svæðinu var skift niður í reiti, og var
hver þeirra 90 nfaðmar eða hio úr vallardagsláttu. Reitir
þessir voru 18 alls, og var í þá sáð 6 mismunandi grasfræ-
blöndunum, hverri í þrjá reiti. Síðan hefir ekkert verið gert
að reitum þessum annað en borið á þá nokkuð af tilbúnum
áburði árlega. Heyfengurinn hefir verið veginn af reitum
þessum í þrjú ár eða 1907,1908 og 1909, og reiknað út eftir
því hvað hann yrði af hverri dagsláttu. Hann var minstur
1319 pd. en mestur 2353 pd. af dagsláttunni. Reitirnir eru að
öllu leyti eins með farnir, en fræblandanirnar að eins mis-
munandi. í þá reiti, þar sem heyaflinn var minstur, var svo
sem engu sáð af sveifgrasi, vallarfoxgrasi eða háliðagrasi,
en ýmsum öðrum tegundum. I þá reiti, sem best spruttu,
hafði verið sáð þessum tegundum:
Sveifgrasi, sáð á dagsláttu.................6,5 pd.
Vallarfoxgrasi — - — ..............1,5 —
Háliðagrasi — - — ..............1 —
Vingul — - — ..............3 —
Língresi — - — ..............1 —
Hvítsmára — - — ..............1 —
Alsikusmára — - — ..............1,5 —
Rauðsmára — - — ..............1 —
Fóðurfaxi — - — ..............5,4 —
22 pd.