Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 77
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
81
Ræktuq graslendis.
Undirbúningur lands til grasfræsáningar. — Með
undirbúning jarðvegsins, áburð o. fl., sem nú
verður getið, hafa eigi verið gerðar reglulegar eða ná-
kvæmar tilraunir. Eftir minni fyrirsögn hafa verið rækt-
aðar með grasfræsáningu nær 50 dagsláttur í grend við
Akureyri. Við ræktun þeirra hafa verið notaðar nokkuð
breytilegar aðferðir, og á þeirri reynslu, sem við það
hefir fengist, er það bygt, sem hjer verður sagt.
farövegurinn. Svo unt sje að gera sjer von um, að
grasfræsáning hepnist vel, þarf jarðvegurinn að vera
hæfilega rakur, vel unninn og nógu mikið borið á. Sje
jarðvegurinn mjög þur eða sendinn, er varla gerlegt að
sá þar öðrum tegundum en þeim, sem þrífast í þurrum
jarðvegi, t. d. fóðurfaxi. Sje hann aftur mjög rakur, má
sá sikjakornpunti eða háliðagrasi.
Holta- eða harðvellisjarðveg má vinna með tvennum
hætti: Jarðvegurinn er plægður, jafnaður, herfaóur og
borið á hann svo snemma að vorinu, sem unt er. Eftir
það er sáð. Sje þessi aðferð notuð, er einkum að gæta
þess, að vinna jarðveginn nógu fljótt, svo að hann nái
ekki að þorna, því þá verður vinslan mikið erfiðari.
Pað þarf að bera á auðleystap áburð. Búfjáráburður
nægir varla eingöngu, því eigi er hægt að blanda hann
svo vel moldinni, sem nauðsyn er á. Agætt er að nota
tilbúinn áburð, annaðhvort eingöngu eða með búfjár-
áburði. — Mjög gott er að bera á hverja dagsláttu: 50
hesta búfjáráburðar, 300 pd. Superfosfat, 150 pd. Chile-
saltstein,50 pd. kalíáburðar.
Pegar búið er að vinna jarðveginn og bera á hann,
er sáð. Sje svo að farið, sem hjer hefir verið sagt, spar-
ar það vinnu. Margar af þeim jurtarótum, sem áður voru
í graslendinu, lifa; og ef þær grafast eigi mjög djúpt
niður í moldina, taka þær að spretta, og smá grastoppar
6