Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Qupperneq 81
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
85
Hirðing fræsljetta. Grasfræið spírar vanalega eftir 14
— 20 daga, skjólplönturnar nokkru fyr. Þær vaxa skjótt;
verður því að gæta þess, að þær verði ei svo hávaxnar,
að þær skyggi á hinar ungu grasplöntur, sem í fyrstu
eru mjög veikar. Skjólplönturnar mega ekki verða hærri
en 8 — 10 þuml.; verður því að slá þær tvisvar til þris-
var á sumri, sje jarðvegurinn í góðri rækt. A fyrsta
sumri getur þá myndast þjett grasrót, og heyaflinn, að-
allega af skjólplöntunum, orðið alt að 8 — 15 hestar af
dagsláttu. Grasplönturnar spretta mjög lítið. Að haustinu
þarf að hreyta áburði jafnt yfir alla sljettuna, eða, sje
hann eigi til, þá mold — helst svarðarmold. Mjög nauð-
synlegt er, að þetta sje gert. Grasplönturnar hafa enn
eigi myndað sterkar rætur. Tíðar hitabreytingar, frost
og þýða, geta slitið meira eða minna af rótum jurtanna
og losað þær til í jarðveginum, svo að vorinu, þegar
þurkar koma, liggja ræturnar ofan á moldinni og plönt-
urnar skrælna og deyja. Að miklu leyti má koma í veg
fyrir þetta með því að dreifa mold eða áburði yfir svæð-
ið. F*að skýlir plöntunum og varnar tíðum hitabreyting-
um.
Sje farið að eins og hjer hefir sagt verið, og engin
sjerstök óhöpp koma fyrir, er enginn vafi á þvi, að með
fræsáningu er auðið að búa til gott graslendi, bæði úr
túnum, grónu graslendi, óræktarholtum og mýrum.
Nauðsynlegt er, að fræsljetturnar sjeu girtar, svo að
þær sjeu algerlega friðaðar fyrir ágangi búfjár, einkum
fyrstu árin, á meðan jurtunum eru að vaxa sterkar
rætur.
Hvað kostar fræsljetta? — Hve mikíll kostnaður verð-
ur við fræsljettuna, fer að mestú eftir því, hve ervitt
er að vinna jarðveginn, og með hverjum hætti það er
gert. Sje einfaldasta og fyrirhafnarminsta aðferðin notuð
á myldnum jarðvegi, verður kostnaðurinn hjerumbil
þessi: