Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 84
88 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
landi verður þá eigi meiri en 120 — 150 krónur, auk
áburðar.
Er arðvœnlegt að rækta graslendi? — Hve mikill hagn-
aður sje að því að yrkja graslendi, er undir því komið,
hversu mikið kostar að gera túnið og halda því í rækt,
einnig hve mikið má meta heyaflann, og getur það ver-
ið nokkuðð breytilegt eftir staðháttum.
Jeg hefi fengið umsögn 10 bænda um það, hve mikið
kosti að rækta og hirða 1 dagsláttu í sljettu og vel yrktu
túni. Að meðaltali telja þeir kostnaðinn þannig, sundur-
liðaðan:
Aburður, 50 hestar á °hs
Flutningur á áburði
Avinsla................
Hreinsun...............
Sláttur................
Rakstur................
Hirðing................
Flutningur.............
Hlöðulán...............
Eftirgjald og varsla
12.50 kr.
3.50 -
3.50 -
1.30 -
5.50 -
1.50 -
4.20 -
2.50 -
1.50 -
5.00 -
Samtals . . . 41.00 kr.
Að meðaltali telja þeir heyaflann 15 hesta af dagsl.,
og sje hesturinn metinn á 5.00 kr., verða það 75.00 kr.
Þá verður hagnaðurinn 34.00 kr. eða nær 26%, sje
ræktunarkostnaður eigi meiri en 130.00 kr. á dagsláttu.
En sje hann 200.00, 300.00 eða 400.00 kr., fást hlut-
fallslega 17, 11% eða 81 /2 °/o af þeim peningum, sem
lagðir hafa verið fram til að gera landið að túni.
Sigurður Sigurðsson járnsmiður og Pjetur Porgríms-
son verslunarmaður hafa í fjelagi ræktað tún fyrir sunn-
an Akureyri. Land það, er þeir tóku til ræktunar, var
mjög hrjóstrugt. Þriðjungur þess var grýttur melur; alt