Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 85
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
89
var það mjög mishæðótt og stórþýft, svo að á nokkr-
um stöðum þurfti að fylla lægðir eða taka burtu hæðir
— alt að þriggja álna.
Túnið er í miklum halla, og sumt af því varð að lok-
ræsa (að lokræsa kostaði alls um 250 kr.). Alls er túnið
7 dagsláttur að stærð. Byrjað var að rækta það árið
1905, en árið 1908 var það alt yrkt, jafnað, þakið eða
sáð. Tvær dagsláttur eru þaksljetta, hitt sáðsljetta. Þeir
fjelagar hafa haldið nákvæman reikning yfir allan kóstn-
að við túnið, sem þeir hafa góðfúslega látið mig hafa.
Að sljetta, girða og koma túninu í rækt kostaði 450 kr.
dagsl., að áburði meðtöldum. Hinn árlegi kostnaður hef-
ir orðið (tvö síðastl. ár) við hverja dagsláttu:
Áburður, 80 hestar á °/i6
Flutningur áburðarins
Ávinsla................
Hreinsun...............
Sláttur................
Rakstur................
Hirðing................
Flutningur á heyi . .
Eftirgjald.............
12.80 kr.
11.20 -
5.43 -
2.10 -
4.00 -
2.25 -
7.00 -
2.00 -
4.00 -
Samtals . . . 50.78 kr.
Heyaflinn hefir verið 13 hestar af dagsláttu að meðal-
tali tvö síðastliðin ár. Peir fjelagar meta hestinn á 6 kr.,
það verða 78.00 kr. af dagsláttunni, og verður ágóðinn
af henni því fullar 27.00 kr., eða 6% af ræktunarkostn-
aðinum. Pess má geta, að túnið er eigi orðið fullræktað
enn, þar sem það var ófrjóast; og má því búast við,
að heyaflinn aukist'með tímanum. Fræsljetturnar reynast
öllu betur en þaksljetturnar.
Pað væri mjög fróðlegt, ef menn alment vildu gera
grein fyrir því, hve mikið kostar að rækta óyrkt land og