Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 86
90
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
halda því í rækt. Jeg er mjög þakklátur fyrir allar þær
bendingar, sem jeg fæ í þá átt. Jeg hefi sett þessar töl-
ur hjer að framan eftir meira eða minna nákvæmum
skýrslum. Skýrið mjer nú frá reynslu ykkar, bændur
góðir, allir sem lesið þetta!
Þrýtur áburðurinri, ef mikið er yrkt?
Sje um mikla nýyrkju að ræða, má búast við, að víð-
ast hvar vanti áburð, til að auðið sje að koma landinu í
góða rækt og halda henni við. Víða geta menn þó afiað
sjer nægilegs áburðar.
Þarinn liggur ónotaður í fjörunum í stórum röstum.
í honum eru nær því eins mikil jurtanærandi efni og í
mykju. Vjer látum sjávaröldurnar skola þessu burt, en
notum það ekki til að auka frjósemi jarðarinnar, og
sleppum þannig miklu gulli úr greipum vorum.
Ymiskonar fiskrusli er kastað í sjóinn. í því eru mörg
dýrmæt næringarefni, sem einnig verða oss að engum
notum.
Búfjáráburðurinn er þannig hirtur og hagnýttur, að ó-
hætt má fullyrða, að nær helmingur verðmætra efna, sem
í honum eru, fari forgörðum.
Væri nú ráðin bót á öllu þessu, gætu menn víða haft
gnægð áburðar. En yrði samt vöntun, mætti kaupa til-
búin áburðarefni, svo hægt yrði að breyta óyrktu landi
í ræktað. Reynslan er búin að sýna, að tilbúin áburðar-
efni geta komið að fullum notum hjer eins og annar-
staðar. En tilbúinn áburður er nokkuð dýr, kostar um
50.00 kr. á dagsláttu, ef vel er borið á óyrkt land.
Regar búið er að koma rækt í jörðina, eykst hey-
aflinn, búpeningnum fjölgar og áburðurinn verður
meiri.
Rœktuðu landi má halda i góðti rœkt með áburði
þeim, er fæst undan þeim skepnum, sem fóðraðar eru
með þvi heyi, er fœst af landinu.