Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 88
92
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
meðan hann hefir dug til að halda við ræktinni. f*ví
meira sem yrkt er, þess meiri verður frarhleiðslan.
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði má því skoða aukna
ræktun landsins einskonar sparisjóð, sem þjóðin leggur
í og tryggir sjer vexti af um aldur og æfi.
j’arðyrkjustörf eru einnig mjög heilnæm. Sú þjóð, sem
venst við að starfa að þeim með lífi og sál, verður
hraust, starfsöm, þolgóð og vel mentuð. Hönd og andi
verða að starfa saman, ef vel á að fara, og við það æf-
ist hvorttveggja og þroskast.
Vjer höfum beðið, horft á landið okkar blása upp,
skógana hverfa, marga grasbrekkuna fölna og verða að
grýttu óræktarlandi. — Er nú eigi kominn tími til þess
að hefjast handa, vinna að því ótrauðir að auka grænu
blettina í kring um bæina okkar, planta nokkur trje eða
runna í skjóli húsanna og skreyta þar lítinn blett með
blómum? Eigum vjer aidrei að komast svo langt, að
hvert heimili rækti þær matjurtir, sem auðveldlega má
rækta á hverju bygðu bóli á landinu? Eða því reyna
menn ekki að rækta fóðurrófur, þó tilraunir hafi sýnt,
að það geti verið arðvænlegt?
Á stuttum tíma gæti órðið mikil breyting á landinu
okkar, ef allir vildu styðja að ræktun þess með einum
eða öðrum hætti. Ef öllum þeim stundum, sem nú er
eytt til ónýtis, væri varið til starfs, þá yrði landið fegra
og lífsskilyrðin betri; þá yrði þjóðin máttugri, göfugri,
samhentari og sælli.
Hólum í Hjaltadal 4. maí 1911.