Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 89
Jón Chr. Stephánsson,
dbrm.,
varaformaður Rœktunarfjelags Norðurlands,
Ijest undir árslokin (18. desember 1910), 81 árs að aldri.
Átti fjelagið og landið þar á bak að sjá einum hinum
allra áhugamesta trjáræktarmanni þessa lands, og þeim
manninum, sem átt hefir drjúgan þátt í því að lifnað
hefir yfir trjárækt hjer norðanlands á síðustu árum.
Hann var nálega frá byrjun umsjónarmaður trjáræktar-
stöðvarinnar, sem amtsráðið stofnaði hjer á Akureyri
um aldamótin, og gegndi því starfi með dæmafárri elju
og áhuga, þrátt fyrir megnan heilsubrest og ellihrum-
leik hin síðustu árin. Ljet hann eigi af því starfi fyr en
hann lagðist í rúmið fyrir fult og alt, rúmu ári áður en
hann dó. Þess verður að geta, að kona hans, frú Krist-
iana Magnúsdóttir, er um langt skeið hefir stundað blóm-
rækt, studdi mann sinn rækilega í þessu áhugastarfi hans.
Skýrslur eftir hann um trjáræktarstöðina hafa verið birt-
ar í Ársritinu.
Æfiatriða þessa merkismanns verður eigi getið hjer;
hans hefir áður verið minst allrækilega í blöðunum, bæði
við fráfall hans og þegar hann varð áttræður (25. október
1909). Sæmd sú, er honum var þá sýnd, ber ljósastan
vott um það, hve mikils hann var metinn og starf hans.