Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 92
96 Ársrit Ræktunarfjetags Norðurlands.
sumar verið seldar afurðir af þessu landi fyrir 1650 kr.
Auk þess sem hjer hefir verið talið á Ræktunarfjelag
Norðurlands einnig gömlu trjáræktarstöðina, er amtsráð
Norðuramtsins hafði komið upp. Er hún eingöngu not-
uð til að ala upp í henni trjáplöntur.
Uppskera garðávaxta varð á þessu sumri i meðallagi.
Af betri kartöfluafbrigðunum jafnvel fremur góð. Af gul-
rófnaafbrigðum spruttu Prándheimsrófur frá Noregi best.
Af þeim voru um 700 rófur teknar frá til fræræktar
næsta sumar.
Rúgur náði nokkrum þroska og var þresktur til út-
sæðis næsta sumar. Bygg þroskaðist lakar, og af höfr-
um varð engu náð til útsæðis.
Trjáplöntunum fór vel fram í ár. Mest þroskaðist sem
fyr reyniviðurinn. 3ja ára reyniplöntur og eldri uxu flest-
ar 12 — 20 þuml. Margar plöntur hækkuðu þó yfir alin.
Mestur vöxtur mældur 35 þuml. Arssproti sá var 7 lín-
ur (rúml. V2 þuml.) að þvermáli neðan til og toppliður
hans 3Va lína. Algengastur vöxtur á nokkurra ára birki-
plöntu 10 — 15 þuml., fáir árssprotar yfir 20 þuml. Læ-
virkjatrje óx víðast 10 — 15 þuml. Mest 1 alin. Sá sproti
var neðanlil 4 línur að þvermáli.
Greniplöntur vaxa ætíð hægt fyrstu árin. Þær plöntur,
er nokkuð voru komnar á legg, uxu vel í sumar. Ars-
sprotar 8 — 12 þuml. Lengstur sproti mældur 22 þuml.
Var hann V2 þuml. að þvermáli neðan til og lína
upp undir toppi.
Rósir uxu að vanda vel. Ungplöntur 12 — 20 þuml.
Nýjir sprotar á eldri plöntum urðu víða U/2 — 2lk al.
Land það, sem þessi trje vaxa á, var brotið 1903 og þá
notað til garðræktar nokkur ár. Síðan hefir ekki verið á
það borið. Má óhætt telja, að eins góð skilyrði getum
vjer fengið í grend við flesta sveitabæjina okkar. Að
eins að nokkur trje og runnar sjeu plöntuð þar í einu,
hvert öðru til skjóls. Sjeum vjer svo sparsamir í þeim