Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 94
98 Arsrit ftæktunarfjelags Norðurlands.
Á síðasta aðalfundi var samþykt tillaga þess efnis, að
fjelagið reyndi að koma á námsskeiði til þess að kenna
hagnýting og geymslu garðávaxta. Studdist þetta við það
álit fundarmanna, að enn skorti mjög á, að almenningur
metti kálmeti og ýmsa garðávexti að verðleikum eða
neytti þeirra jafn fúslega og vera ætti. Jafnframt væri
og almennri þekkingu um geymslu og hagnýting þeirra
mjög ábótavant. það væri því ekki nóg að kenna mönn-
um að rækta og framleiða, það stoðaði lítið, ef mönn-
um ekki jafnframt lærðist að notfæra sjer þessa fram-
leiðslu til verulegra búdrýginda. Fræðsla í þessu hvort-
tveggju þarf því að veitast jöfnum höndum. Með því
móti nær öll þessi viðleitni betur tilgangi sínum og
meiri árangurs að vænta um útbreiðslu garðyrkjunnar.
Til þess að koma þessu í framkvæmd, var auglýst
vikunámsskeið í húsi Ræktunarfjelagsins. Ungfrú Jóninna
Sigurðardóttir, forstöðukona húsmæðraskólans á Akureyri,
var fengin til þess að hafa aðalkensluna á hendi. Auk
þess sögðu starfsmenn Ræktunarfjelagsins fyrir um helstu
atriði um lífsskilyrði og efnasamsetningu garðjurtanna.
Námsskeið þetta stóð yfir frá 18,—26. september. —
Ressar tóku þátt í því sem nemendur:
1. Ungfrú Aðalbjörg Stefánsdóttir, Eyjadalsá, S.-Ringeyjars.
2. Ungfrú Guðrún Hallgrímsdóttir, Pverá í Öxnadal, Eyjafjs.
3. Húsfrú Guðrún Sigurðardóttir, Halldórsst., S.-Ringeyjars.
4. Ungfrú Jónheiður Pálmadóttir, Akureyri.
6. Ungfrú Ólína Jónsdóttir, Halldórsstöðum, S.-Ringeyjars.
6. Ungfrú Sigurveig Halldórsdóttir, Stóru-Tjörnum, S.-Rs.
2. Heimaleiðbeiningar.
Frá því fyrsta að fjelagið byrjaði starfsemi sína, hefir
það á hverju ári haft í þjónustu sinni einn eða fleiri
menn, sem ferðast hafa um einhvern vissan hluta fje-
lagssvæðisins og veitt fjelagsmönnum ýmsar leiðbeining-
ar um það, er jarðrækt snertir. Fjelaginu hefir eigi dul-
ist, að slíkar heimaleiðbeiningar geta haft mikla þýð-