Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Qupperneq 95
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 99
ingu, en það fann jafnframt, að framkvæmdir þeirra voru
ýmsum annmörkum og erfiðleikum bundnar, eins og
þeim enn hafði verið háttað. Til þess að ráða bót á
þessu, hugkvæmdist fjelaginu að reyna að sameina þessa
starfsemi mæling jarðabóta búnaðarfjelaganna, og að Ieið-
beiningarnar næðu þá ekki einungis til Ræktunarfjelags-
manna einna, heldur allra þeirra, sem í búnaðarfjelögun-
um væru. Með þessu var þá líka fenginn sameiginleg-
ur ráðanautur fyrir öll búnaðarfjelög á ákveðnu svæði,
og því einskonar samband þeirra á meðal innbyrðis, á-
samt sambandi við Ræktunarfjelag Norðurlands. Mál
þetta var haft til rækilegrar yfirvegunar á síðasta aðal-
fundi fjelagsins (sjá fyrra hefti Arsritsins þ. á.). A þessu
ári hefir þó þetta fyrirkomulag að eins komist til fram-
kvæmda í Húnavatnssýslum. F*ar var ráðinn garðyrkju-
maður Sigurður Pálmason frá Æsustöðum til þess að
hafa starfa þennan á hendi síðastliðið sumar, en jafn-
framt sá hann um verkstjórn í gróðrarstöðinni á Blöndu-
ósi og var kennari við námsskeið það í garðyrkju, er
þar var haldið. Stóð það yfir frá 22. maí til 18. júní.
Nemendur þess voru:
1. Ungfrú Elísabet Leví, Blönduósi.
2. Ungfrú Guðríður Sigurðardóttir, forstöðukona kvenna-
skólans á Blönduósi.
3. Ungfrú Lára Teódórsdóttir, Blönduósi.
4. Ungfrú Steinunn Benónýsdóttir, Breiðabólstað.
5. Búfræðingur Olafur Jónsson, Söndum í Miðfirði.
Samkvæmt skýrslu Sigurðar Pálmasonar um störf hans
í þjónustu fjelagsins, hefir leiðbeininga hans verið leitað
á flestum þeim bæjum, er hann kom við á í mælingar-
erindum. Hefir hann víða valið garðstæði, leitað að mó,
mælt fyrir framræslu og áveitu á engjar, vatnsleiðslu í
bæji og þurkun tjarnarstæða á nokkrum stöðum. Auk
þess gefið munnlegar leiðbeiningar og átt tal við menn
um garðrækt, túnrækt, girðingar o. fl. Um meiri háttar
7*