Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Síða 100
104 Ársrit Ræktunarfjeiags Norðurlands.
vaði (15 kr.) og Pálma Sigurðssyni bónda á Æsustöð-
um (25 kr.).
Með því að skýrslan frá Pálma Sigurðssyni er all-ítar-
leg, inniheldur ýmsan fróðleik og bendir í áttina hvern-
ig garðyrkja getur verið rekin og ætti að vera rekin á
íslenskum sveitaheimilum, skal hjer getið úr henni eftir-
farandi atriða:
Garður Pálma Sigurðssonar er um 1 dagsl. að stærð.
Var hann að mestu brotinn og tekinn í rækt 1904, og
þá helmingur hans rekinn sem tilraunastöð eða sýnis-
reitur, er búnaðarfjelag hreppsins hafði tekið að sjer að
standa að nokkru leyti straum af. Fyrir nokkrum árum
hefir nú Pálmi tekið við öllum garðinum og rekur hann
nú á eigin kostnað.
Við garðinn eru notaðir tveir vermireitir. — Vermireitur
nr. 1 er 112x41'/2 þuml. = 4648 □þuml. Vermireitur
nr. 2 er 144x45 þuml. = 6480 □þuml. að stærð.
í vermireitina var sáð 4. —15. apríl, aðallega gulrófna-
fræi. Af því voru 2 afbrigði ísl. rófnafræ, 2 dönsk, 1
norskt og 1 sænskt. Auk þess var sáð litlu einu af
blómkáli, höfuðkáli, grænkáli, kjörvel, salati, spínati,
hreðkum, gulrótum, lauk og rabarbara. Af blómfræi var
sáð 20 tegundum.
Gulrófunum var plantað út 3. og 4. júní í 480 □faðma.
Voru þær settar í 2ja álna breiða röð, 4 raðir í beðið,
og V2 al. á milli plantnanna í röðinni. Vegna stöðugra
þurka eftir gróðursetninguna dó töluvert af plöntunum,
svo þar varð að gróðursetja að nýju. Nokkur hluti af
þessum rófnareit hafði ekki verið í fullri rækt árið áður,
því óvanalega örðugt var að verja reitinn arfa og öðru
illgresi. Rófurnar voru teknar upp síðustu dagana í
september. Af þeim afbrigðum, sem reynd voru, reynd-
ist best fræ af Prándheimsrófunum ræktuðum í Dan-
mörku. En þær rófur voru ekki eins sætar og rófur af
íslensku fræi; hættir þeim líka nokkuð til þess að springa,