Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 101
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
105
en ekki voru þær trjenaðar. Alls varð uppskeran af róf-
unum 7000 pd. eða 35 tunnur.
Fóðurrófur voru ræktaðar í 200 Q faðma stórum reit.
Pær uxu nokkuð misjafnlega, því að mörg afbrigði voru.
reynd. Meðal annars var gerð tilraun með, hve mikla
uppskeru mætti fá af einum smáreit (9 □föðmum). Var
borið á hann 3 hestar af kúamykju og dreift yfir hann
nokkru af áburðarlegi og útlendum áburði. Fræinu var
sáð 2. júní, tekið upp 28. september. Uppskeran varð
525 pd. að þyngd, eða sem svarar 52,500 pd. af dag-
sláttu.*
Kartöflur voru settar niður 26. maí, vel spíraðar, í
200 □faðma stóran reit. Pær voru teknar upp 26.-28.
september. Uppskeran varð um 16 tunnur, auk smælkis.
Af öðrum matjurtum óx mjög vel blómkál, grænkál,
salat, spínat, kjörvel. Hreðkur voru fullþroska í vermi-
reitunum síðari hluta maímánaðar. Skalatlaukur óx mjög
vel. Af honum voru sett niður 2 afbrigði og af öðru
þeirra laukar bæði frá Noregi og Danmörku. Danski
laukurinn óx best. »ÚtsáðsIaukurinn« var að eins 1 pd.
að þyngd, en uppskeran 6V2 pd.
Trjáplöntum var plantað í garðinn vorið 1904. Voru
þær frá Noregi. F*ær lifa flestar enn, en hafa varið frem-
ur þroskalitlar. Plöntur aldar þar upp af fræi hafa þrosk-
ast miklu betur. í sumar óx reynir frá útlöndum, gróð-
ursettur 1904, mest 24 þuml., en reynir alinn þar upp af
fræi 39 þuml.
Síberískt ertutrje hefir vaxið 22 — 26 þuml.
Fjallarós var gróðursett 1904 og öll árin vaxið mjög
vel. Hún blómstraði fyrst í fyrra sumar. Síðustu árs-
sprotar hennar voru 2'ti al. að lengd.
Pess skal síðast getið, hvað fjárhagshliðina snertir,
* Þetta sýnir auðvitað að eins, hve mikils er hægt að afla hjer með
góðri rækt og hirðingu. Til samanburðar skal þess getið, að suð-
ur á Þýskalandi er 46000 pd. af dagsláttu talin mjög góð upp-
3 skera.