Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 102
106
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
að reiknuð hefir verið öll vinna, áburður (25 aura hest-
urinn), verkfæralán, rentur af stofnkostnaði o. s. frv., og
svo metið eftir gangverði það sem garðurinn hefir gefið
af sjer. Verður þá hreinn ágóði af garðinum um 200
krónur. Má þó taka tillit til þess í þessu sambandi, að
garðurinn hefir verið rekinn að nokkru leyti í tilrauna-
stíl og gefur því minna af sjer og kostar meiri fyrir-
höfn, en ef hægt hefði verið að sá í hann að eins hin-
um bestu afbrigðum.
V.
Kynnisför norðlenskra bænda.
Á fundi, sem stjórn Ræktunarfjelags Norðurlands átti
með sjer 22h ’09, kom til umræðu að æskilegt væri, að
bændur í hinum ýmsu landshlutum hefðu nánari kynni
hver af öðrum, en hingað til hefði átt sjer stað. Með
því móti gætu þeir líka frekar lært hver af öðrum, og
kynnin gætu orðið til þess, að efla áhuga og samkepni
í ýmsum búnaðarumbótum. í tilefni af þessu kom fram
tillaga um að flokkur norðlenskra bænda og bændaefna
færi kynnisför til Suðurlands á næsta sumri. Stjórn
Ræktunarfjelags Norðurlands ákvað að verja nokkru fje
til fararinnar og fara þess á leit við Búnaðarfjelag ís-
lands, að það legði einnig fram nokkurn styrk í sama
tilgangi, semdi ferðaáætlun og legði til einn starfsmann
sinn til leiðbeiningar og fylgdar. — Stjórn Búnaðarfjelags
íslands tók þessari málaleitun vel, hjét Ræktunarfjelagi
Norðurlands 200 kr. styrk til fararinnar, samdi ferða-
áætlun og lofaði að leggja til Sigurð Sigurðsson ráða-
naut sem leiðtoga fararinnar. Litlu síðar var svo auglýst
að förin væri ákveðin og að umsókn til þess að taka
þátt í henni skyldi sendast stjórn Ræktunarfjelags Norð-