Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 104
108 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Úr Húnavatnssýslum:
20. Eyjólfur Kolbeins, búfr., Melstað í Miðfirði.
21. Guðmundur Jóhannesson, bóndi, Auðunnarstöðum.
22. Jónas Björnsson, Lækjamóti í Víðidal.
23. Jónatan Jósafatsson, bóndi, Holtastöðum.
24. Magnús Jónsson, bóndi, Sveinsstöðum.
25. Ólafur Jónsson, búfr., Söndum í Miðfirði.
26. Runólfur Björnsson, búfr., Kornsá í Vatnsdal.
Fyrir hönd Ræktunarfjelags Norðurlands var Sigurður
Sigurðsson skólastjóri formaður fararinnar um Norður-
land. Sigurður Sigurðsson ráðanautur, er var leiðtogi
fararinnar um Suðurland, kom móts við flokkinn í Sveina-
tungu. Áður en lagt var af stað, höfðu fjelögin samið
ferðaáætlun og útvegað ýmsar upplýsingar um búnaðinn
á þeim stöðum, sem sjerstaklega átti að koma á. í því
skyni höfðu þau látið prenta form með ýmsum spurn-
ingum, er bændum var ætlað að svara. Hafa flestir
þeirra gert það eftir því sem föng voru til. Felst í þeim
skýrslum allmikill fróðleikur.
Förinni var hagað þannig, að fyrst var farin vanaleg
póstleið alt suður að Norðtungu. Var þá haldið niður
Borgarfjörð, yfir Hvítá hjá Ferjukoti, að Hvanneyri. Rað-
an upp í Lundareykjadal, yfir Uxahryggi, á Þingvöll. Pá
til Reykjavíkur; þaðan austur í Flóa, um Rangárvalla-
sýslu, alt austur að Seljalandi. Pá snúið við, um Land-
eyjar, upp Flóa og Skeið, að Geysi og Gullfossi. Var
þá haldið til Norðurlands aftur, um Kjöl.
Á Hveravöllum skildist flokkurinn. Húnvetningar hjeldu
til átthaga sinna; hinir aðrir til Skagafjarðar og sem leið
liggur heim til sín.
Sjerstök bók verður prentuð um förina, og því verður
eigi fjölyrt um hana hjer. En þess má geta, að telja má
að för þessi hafi hepnast mjög vel og fyllilega náð til-
gangi sínum, enda veðrátta hin ákjósanlegasta. Viðtökur
allstaðar hinar ágætustu. Mörg tækifæri voru til þess að