Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 108
112 Ársrit Ræktunarfjeiags Norðuriands.
svo, að þeírri sje ekki um megn að annast þá að öllu
leyti vel. Ef þeim, sem fengust við hana á öldinni sem
leið, hefði verið þetta fullljóst, sæust nú færri afræktir
garðar hjer norðanlands, en hinir fleiri, sem borga ríku-
lega alla fyrirhöfn.
Haldið var áfram að brjóta land fjelagsins. Alls hafa
nú verið brotnar ca. 12 dagsláttur. Af þeim eru að eins
8 fullbúnar undir matjurtarækt.
Að lokræsum var unnið kappsamlega, eins og tvö
næstu ár að undanförnu. Af þeim hafa verið gerðir 1630
faðmar. Pessi ræsi hita upp ca. 4 dagsláttur. Um hinn
hluta garðsins er heita vatnið leitt í opnum ræsum.
Tilraunum með trje og runna var haldið áfram. Þær
ganga vel. Reyniviður frá Ræktunarfjelaginu, gróðursett-
ur hjer í fyrravor, hækkaði nú í sumar um 12 — 18 þuml.
Örðugast að verjast skemdum af snjóganginum.
Sú stutta reynsla, sem fengin er hjer við »hverina«,
virðist benda á, að trje og runnar þróist þar sem jarð-
hiti er, sje hann innan vissra takmarka, og jarðvegurinn
ekki of grýttur eða grunnur. Aftur á móti er hveraguf-
an að vetrinum til mjög hættuleg öllum þesskonar gróðri.
Grasfræi var sáð í fyrra, í óræktarflag. Sáð var bæði
sjerstökum tegundum og mörgum blönduðum saman.
Pá spratt það lítið og var ekki slegið. Nú í sumar
spratt það vel. Par sem einstökum tegundum var sáð,
svaraði heyið til 24 og 32ja vætta af dagsláttunni, en
þar sem fræinu var blandað saman, svaraði heyið til 40
vætta af dagsláttunni. — Fræið svaraði til 20 pd. á dagsi.
Aburðurinn til 50 hesta af húsdýraáburði og 200 pd. af
útlendum áburði. Mest fósfor og kalí.
Tilraunir með grasfræ þurfa að verða miklu almennari
en nú er.
Reykjum í desember 1910.
Baldvin Friðlaugsson.