Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 19
21
mistekist, svo þær verður að endurtaka, en slíkt tefur mjög
fyrir.
Loks skal svo drepið örlítið á súgþurrkunina og þá reynslu
er hún hefur gefið. Hún hefur nú verið framkvæmd í þrjú
sumur og sífellt í vaxandi mæli og má segja í stórum drátt-
um, að reynsla þessara þriggja sumra sé mjög á einn veg, því
þurrkunarskilyrðin, meðan súgþurrkunin hefur staðið yfir,
liafa verið mjög áþekk öll sumurin. Það er því engin ástæða
til að endurtaka það sem um þetta er sagt í síðustu skýrslu.
Því til viðbótar má þó segja þetta:
Það virðist æskilegast, að kerfinu í hlöðunni sé þannig
fyrir komið, að aðalblástursstokkur liggi eftir miðju hlöðu-
gólfi og blási svo út frá honum til beggja hliða í hliðarstokka,
sem liggja út frá aðalstokknum með um eins meters milli-
bili eða undir grindur, er haldi heyinu á lofti frá hlöðugólf-
inu. Frá endum hliðarstokkanna eða grindanna út að veggj-
um, má vera um 60—70 cm. bil. Þá virðist æskilegt að inn úr
vindauga, þar sem hey er tekið inn, sé brú eða pallur, svo
hægt sé að dreifa heyinu þannig um hlöðuna að eigi troðist
saman mikið meira á einum stað heldur en á öðrum.
Það hefur sem sé komið í ljós hér, þar sem aðalstokkurinn
liggur inn með öðrum vegg hlöðunnar, að heyið þornar
fyrst yfir aðalstokknum og síðan sleppur blásturinn greiðast
þar í gegn, einkum upp með veggnum, en miðjan þar, sem
heyið verður þéttast, verður útundan. Einkum kemur þetta
þó að sök þar, sem heyið treðst rnikið saman, eins og inn úr
vindauga og getur endað nreð því, að blásturinn hafi sig alls
ekki í gegnum heyið á þessum stöðum, en sleppi of greiðlega
annars staðar.
Þá virðist svo, að þegar heystæðan er orðin yfir 4 m., sér-
staklega þegar látið er inn í hlöðuna smátt og smátt, svo það
neðsta er ef til vill orðið fullsigið og þétt áður lokið er að láta
inn, að þurfi mjög mikla orku til þess að blása í gegnum
heyið.