Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 21
23
sumarið var mest af rófunum selt í ágúst og byrjun sept. og
því hvergi nærri fullvaxnar.
Kálmaðkur skemmdi þær nokkuð, en ef til vill hefur það
dregið úr honum síðastliðið sumar, að dreift var D. D. T. yf-
ir garðinn um það leyti, sem flugan var að leggja egg, en þó
líklega heldur seint.
Kornrækt var lítil bæði árin. Nokkru olli þar um síðast-
liðið sumar, að sumt sáðkornið spíraði ekki.
Túnstærðin hefur aukizt um Vz—2/s ha. þessi árin, en garð-
ar óbreyttir að stærð.
III. Frœðslustarfsemi o. fl.
Vorið 1946 voru tvær stúlkur á sumarnámskeiði, þær:
Ingibjörg Bjarnadóttir frá Blöndudalshólum og Unnur
Gísladóttir frá Fjósum, Húnavatnssýslu.
Ársritið kom síðast út vorið 1946, þá fyrir tvö ár. Ókleyft
hefur reynst nú siðustu árin að gefa ritið út á hverju ári
vegna þess, hve dýr útgáfan er orðin.
Eins og að undanförnu hafa fjölmargir heimsótt Gróðrar-
stöðina, þar á meðal ýmsir ferðamannahópar eða félög.
Síðastliðið sumar voru reistir í stöðinni minnisvarðar
þeirra Páls Briems, amtmanns, fyrsta formanns og eins helzta
forgöngumanns að stofnun Ræktunarfélagsins og Sigurðar
Sigurðssonar, búnaðarmálastjóra, sem fyrstur vakti máls á
stofnun félagsins, var framkvæmdarstjóri þess fyrstu árin og
í stjórn þess mjög lengi. Stendur minnisvarði Páls á grasflet-
inum norðan við íbúðarhúsið og snýr til austurs að veginum,
en varði Sigurðar er í skrúðgarðinum sunnan við húsið og
horfir að húsinu.
Minnisvarðarnir eru brjóstlíkan úr bronsi, á steyptum súl-
um, klæddum fægðum steinplötum, og eru frummyndirnar
báðar gerðar if Ríkharði Jónssyni, myndskera.
Á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands 1905, var kosin
nefnd, sem stóð fyrir fjársöfnun og lét síðan gera brjóstlíkan