Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 22
24
Páls Briems, en nokkrir vinir og dáendur Sigurðar Sigurðs-
sonar söfnuðu £é því, er þurfti til að koma upp styttu hans.
Akureyrarbær lagði fram kr. 5000.00 til þess að reisa styttu
Páls Briems.
Mjög er það ánægjulegt að þessara tveggja merku manna
hefur verið minnst á svo virðulegan hátt, og kann Ræktun-
arfélagið þeim öllum beztu þakkir, er á einhvern hátt liafa
stutt þessar framkvæmdir.
Afhjúpunin fór frarn þann 5. ágúst sl., að viðstöddum
flestum nánustu aðstandendum og fjölmörgum vinum
þeirra Páls Briems og Sigurðar Sigurðssonar.
IV. Kúabúið.
Því miður gengur stöðugt dálítið erfiðlega að koma góðu
lagi á kúabúið. Mörgum kúm verður að farga árlega af ýms-
um ástæðum og örðugleikum bundið að fylla skörðin. Síð-
astliðið sumar fór ég austur í Kelduhverfi og keypti þar kýr
og kvígur, sex talsins. Þannig löguð kaup verða vitanlega
ætíð eins konar happdrætti. Þótt enn sé lítil reynsla fengin af
þessum kaupum, og ennþá hafi enginn stór vinningur komið
upp, þá er þó séð, að þau munu að sumu leyti gefa dágóða
raun. Læt ég svo útrætt um kúabúið að sinni.
V. Framkvœmdir og fjárhagurinn.
Framkvæmdirnar liafa mestar orðið á sviði véltækninnar.
Árið 1946 voru settar upp mjaltavélar á Galtalæk, sem reynst
hafa ágætlega. Þá var og keyptur „Farmal“ traktor og nýr
„Jepp“-bíll, í stað þess, sem keyptur var árið áður og var nú
seldur. Tilheyrandi traktornum hafa síðan verið keypt ýms
áhöld, svo sem: plógur, sláttuvél, kerra, múgavél o. fl.
í sambandi við leiguna á eignum Ræktunarfélagsins, fór
fram nákvæmt mat á öllu lausafé þess, sem reyndist, að skuld-
um frádregnum, um 180 þúsund krónur. Sjóðir og aðrar