Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 26
28
viku, og fyrst í ágúst voru komnar góðar gulrætur. Það er
gott að geta komið gulrótum snemma í jörðina á vorin.
Ýmsum matjurtum var sáð 10. maí úti, spíraði fræið seint,
en gaf þó flest dálitla uppskeru, nema maírófur, sem kál-
flugan eyðilagði að mestu.
Rauðrófur, sem út var plantað eftir mestu kuldana, urðu
mjög góðar.
Trjágróður 1947. Veturinn 1946—’47 var mikill snjóa-
vetur og talinn allharður hér Norðanlands. Þó var ekki eins
mikill snjór í grend við Akureyri eins og í sumum sveit-
um út með Eyjafirði.
Um viku af maí, var að mestu leiti orðið snjólaust í
Gróðrarstöðinni. Jörðin kom þíð undan snjónum, svo hægt
var þegar að taka til starfa og fljótlega fór ögn að lifna yfir
gróðrinum.
Ekki var kal á trjám og runnum svo teljandi væri, en
sums staðar dálítið brotið eftir snjóþyngslin, sérstaklega
brotnuðu illa toppar af grenitrjám í uppeldi.
Tré og runnar laufguðust seint og blómstruðu með
minna móti og sumt ekki neitt.
Vöxtur á plöntum í uppeldi náði þó vel meðallagi í liaust.
Græðlingar frá fyrra ári komu vel til, einnig þeir græðl-
ingar, sem settir voru í sumar, komust vel á veg. Trjá- og
runnaplöntur, voru látnar í burtu, eftir því, sem hægt var,
og þær plöntur, sem burt fóru, voru sérstaklega stórar og
góðar.
Nokkur stór og gömul tré voru tekin burt í sumar, þegar
settar voru upp 2 myndastyttur í görðunum, sitthvorumegin
við íbúðarhúsið. Orðið var svo áliðið tímans, þegar stytturn-
ar voru komnar upp, að ekki var liægt að ganga frá í kring-
um þær eins og maður hefði viljað.
Blóm. Eftir ástæðum blómstruðu blómaplöntur vel í sunt-
ar, þótt allt væri fremur seint. Þó létu vorblómin ekki standa
á sér. Þegar snjóinn leysti af þeim í maí, fóru þau fljótt að
láta bera á blómknöppum sínum, t. d. prímulur, bergenía,