Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 30
32
sjálfsögð og óumflýjanleg hin aukna tækni væri fyrir land-
búnaðinn.
Kunningi minn viðurkenndi þetta allt. Hann kvaðst ekki
vera að andmæla tækninni sem illri eða góðri nauðsyn, en
þar fyrir gæti hann bæði séð og saknað rómantíkinnar úr
landbúnaðinum. Þeirrar margþættu listar og kunnáttu, sem
það hefði verið að heyja orrustu, með svo að segja tvær hend-
ur tómar, við veðráttuna og óræktina, og þeirrar sigurgleði,
er því hefði verið samfara að bera hærri hlut í þeim viðskipt-
um. Þetta væri í raun og veru eins og að bera saman allteyð-
andi atómhernað og vígfimi víkinga- og riddaratímanna,
þegar allt valt á hrevsti og vopnfimi einstaklinganna.
Ég reyndi enn að andmæla og þvæla málið, en þá sagði
hann mér umbúðalaust, að auðheyrt væri að ég vildi eigi
skilja sig. Þetta var satt. Ég var honum fullkomlega sam-
mála og vel það.
Síðan þetta gerðist, hef ég velt þessu efni nokkuð fyrir mér
og árangur þeirra þenkinga eru þeir sundurlausu þættir, er
hér eru skráðir. Þessi ritsmíð er vafalaust helzt til hraflkennd
og efnið ekki grannskoðað, en þetta er ekki ómerkilegt við-
fangsefni og gott til umhugsunar. Sjálfsagt þykja ályktanir
mínar ekki allar í góðum samhljómi við ríkjandi lensku og
nýsköpunarfimbulfamb, þótt vænta megi, að fleiri og fleiri
stigi nú daglega niður til jarðar úr þeim skýjaborgum.
Tvœr heimsstefnur.
Það kann að þykja djarft ályktað að halda því
fram, að allt mannkyn sé undir áhrifum frá tveim-
ur megin stefnum, er keppa þar um ítök og völd. Valdsvið
þessara stefna virðist þó harla misjafnt, því segja má, að
önnur þeirra hafi svo að segja lagt veröldina undir sig með
gögnum og gæðum, en hin sé algert olnbogabarn, er lítið
fái rönd við reist. Svo misskift er milli þessara stefna að segja
má, að önnur sé alkunn og á hvers manns vörum, en hinni