Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 31
33 hafi aldrei verið nafn gefið, er öðlast hafi almenna viður- kenningu. Stefnur þessar skulum vér nefna efnishyggju og sálhyggju. Fyrst skulum vér virða efnishyggjuna lítið eitt fyriross.því þótt vér flest öll lútum lienni, má vera, að vér höfum eigi gert oss Ijósa grein fyrir eðli hennar og valdsviði. Efnishyggjan keppir ætíð að einu höfuð-markmiði — líkamlegri vellíðan. Gnægð fæðis, klæða, sjálfræðis og skemmtana er fagnaðarerindi ltennar, eða í stuttu máli sagt það, sem einu nafni nefnist: veraldleg gœði. Ef vér litumst um, sjáum vér fljótlega, hve geysivíðfeðmt vald efnishyggjunnar er. Valdi hennar lýtur meginþorri alls atvinnureksturs á jörð vorri, með sívaxandi hraða, tækni, keppni og gengdarlausu kapphlaupi um aðstöðu og auð- lindir, og um hana snúast allar pólitískar stefnur og flokkar, að minnsta kosti eins og vér þekkjum þau fyrirbæri í reynd og af afspurn. Virðum fyrir oss þá pólitísku flokka, sem eiga einhver ítök hér hjá oss. Hversu ólíkir, sem þeir kunna að virðast, og hversu mjög, sem þeir æpa og steita hnefana hver að öðrum, þá er þó kjarninn einn og hinn sami — hagsmuna- streitan og efnishvggjan, og svona er það um allar jarðir. Aðferðirnar skipta engu máli í þessu sambandi. Sumir telja, að takmarkinu verði bezt náð, ef einstaklingunum er gefið sem mest olnbogarými til þess að ryðja sér braut í lífinu til tímanlegrar velmegunar. Aðrir hyggja þessu tak- marki bezt náð með samtökum og samstarfi, og svo eru þeir, sem vilja leggja allt í hendur ríkisvaldsins og láta það út- deila einstaklingunum gæðum lífsins. Sama gildir, hvort sem keppt er að þessu takmarki á líðræðilegan hátt eða með of- beldi. Allt eru þetta fyrst og fremst mismunandi skoðanir á því, hversu tímanlegum hagsmunum vorum sé bezt borgið á grundvelli ósvikinnar efnishyggju. Vestræn menning, með öllum sínum margþættu, efnalegu framförum, véltækni og keppni um orku og auðlindir, er 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.