Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 31
33
hafi aldrei verið nafn gefið, er öðlast hafi almenna viður-
kenningu.
Stefnur þessar skulum vér nefna efnishyggju og sálhyggju.
Fyrst skulum vér virða efnishyggjuna lítið eitt fyriross.því
þótt vér flest öll lútum lienni, má vera, að vér höfum eigi
gert oss Ijósa grein fyrir eðli hennar og valdsviði.
Efnishyggjan keppir ætíð að einu höfuð-markmiði —
líkamlegri vellíðan. Gnægð fæðis, klæða, sjálfræðis og
skemmtana er fagnaðarerindi ltennar, eða í stuttu máli sagt
það, sem einu nafni nefnist: veraldleg gœði.
Ef vér litumst um, sjáum vér fljótlega, hve geysivíðfeðmt
vald efnishyggjunnar er. Valdi hennar lýtur meginþorri alls
atvinnureksturs á jörð vorri, með sívaxandi hraða, tækni,
keppni og gengdarlausu kapphlaupi um aðstöðu og auð-
lindir, og um hana snúast allar pólitískar stefnur og flokkar,
að minnsta kosti eins og vér þekkjum þau fyrirbæri í reynd
og af afspurn.
Virðum fyrir oss þá pólitísku flokka, sem eiga einhver
ítök hér hjá oss. Hversu ólíkir, sem þeir kunna að virðast,
og hversu mjög, sem þeir æpa og steita hnefana hver að
öðrum, þá er þó kjarninn einn og hinn sami — hagsmuna-
streitan og efnishvggjan, og svona er það um allar jarðir.
Aðferðirnar skipta engu máli í þessu sambandi. Sumir
telja, að takmarkinu verði bezt náð, ef einstaklingunum er
gefið sem mest olnbogarými til þess að ryðja sér braut í
lífinu til tímanlegrar velmegunar. Aðrir hyggja þessu tak-
marki bezt náð með samtökum og samstarfi, og svo eru þeir,
sem vilja leggja allt í hendur ríkisvaldsins og láta það út-
deila einstaklingunum gæðum lífsins. Sama gildir, hvort sem
keppt er að þessu takmarki á líðræðilegan hátt eða með of-
beldi. Allt eru þetta fyrst og fremst mismunandi skoðanir
á því, hversu tímanlegum hagsmunum vorum sé bezt borgið
á grundvelli ósvikinnar efnishyggju.
Vestræn menning, með öllum sínum margþættu, efnalegu
framförum, véltækni og keppni um orku og auðlindir, er
3