Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 33
35
fengið að ráða málum sínum í friði, óáreittar af ágengni og
efnishyggju Vesturlanda, sem hvarvetna sækir á og einkis
svífst. En eðlileg sjálfsvörn gegn ágengninni er að tileinka
sér þau kerfi og iögmál, er hún styðst við — efnishyggjuna —,
taka þátt í keppninni um tæknina, auðlindirnar og veraldar-
gæðin ög vera þess albúinn að verja fengin réttindi og vinna
ný með atómsprengjum, eiturgasi, dauðageislum, eða öðrum
gereyðandi drápstækjum, ef þörf krefur.
Lokatakmarkið sýnir ef til vill bezt, hversu gerólíkar þess-
ar tvær stefnur eru.
Sálhyggjan vill þroska andlega hæfileika — sálina, svo
hún verði þess megnug að skynja hin duldu rök tilverunnar
og þess verðug að samlagast þeirri óumræðilegu orku, fegurð
og vísdómi, er gagnsýrir alheiminn.
Efnishyggjan hefur það eina takmark, að ná valdi yfir
orku þeirri, er í efninu býr, og í krafti þeirrar þekkingar að
drotna yfir þeim örsrnáa depli alheimsins, er vér nefnum
jörð, dekra við forgengilegan líkama og fullnægja hugsjóna-
snauðum vellystingum.
Sálhyggjan er hógvær, lilutlaus innsæisstefna, þar sem
þroski og fegrun sálarinnar næst aðeins með auknum skiln-
ingi og þjálfun einstaklingsins, þar sem hann er sjálfur bæði
gerandi og þolandi, Starfið er áhugi einstaklingsins til sál-
rænnar þjálfunar, og árangurinn andlegur þroski hans.
Efnishyggjan hins vegar er ágeng útþennslustefna, sem
nreð ginningum, yfirdrottnun og æsingum notar sér fáfræði
og trúgirni fjöldairs undir því yfirskini, að öllum skulu
tryggðar, fyrirhafnarlítið, fullar hendur fjár og alls konar
unaðssemdir, þótt efndirnar verði oft í litlu samræmi við
loforðin, Með vítisvél áróðursins er áferðarfallegum skoðun-
um og kenningum þrengt Upp á varnarlausa alþýðuna, með
skriffinnsku ög lagáflækjum er hindrað, að nokkurri skyn-
samlegri ályktun verði við kornið, og þegar jarðvegurinn er
hæfilega undirbúinn, tckur valdið við.
3