Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 34
3G Aróðurinn um landbúnaðinn. Ekki skyldi mig undra, þótt einhverjum kunni að virðast, að þessar hugleiðingar mínar um efnishyggju og sálhyggju séu harla fjarlægar landbúnaði. Að svo er ekki verður þó ljóst, sé þess gætt, að á þessum meginstefnum grundvallast allt atvinnulíf vort, þjóðskipun og þjóðmálastefnur. Störf og atvinnurekstur geta í eðli sínu verið meira eða minna sálræn eða efnisleg. Þeim mun listrænni og lífrænni sem störfin eru, því nærstæðari eru þau andanum og þróun hans, en því vélrænni, sem þau verða, því meir falla þau í farveg efnishyggjunnar. í eðli sínu er landbúnaður, hvort sem hann byggir heldur á ræktun og uppeldi jurta eða dýra, bæði listrænn og líf- rænn atvinnuvegur, sem krefst mikillar víðsýni, reynslu og þekkingar og felur í sér takmarkalausa fjölbreyttni og feg- urð, en auk þess er hann þrotlaus barátta við margþætta örðugleika, viðráðanlega og óviðráðanlega. Af þessu leiðir, að landbúnaðurinn er mjög þroskandi atvinnuvegur, er beinir hugum þeirra, er ástunda hann af alúð og skilningi, inn á andleg þróunarsvið. í þessu sambandi má benda á, að margir mannfélagsfræð- ingar telja, að oæja- og borgarmenning úrkynjist og „forpok- ist“ á skömmum tíma, sé hún eigi í nánum tengslum við öfl- uga sveitamenningu, er sjái henni stöðugt fyrir nýjuogþrótt- miklu blóði, en þetta sýnir, að bæði er æskilegt og nauðsyn- legt á hverjum tíma, að verulegur hluti þjóðarinnar stundi landbúnað og sé uppalinn við landbúnaðarstörf. Því miður virðist þetta stefna í öfuga átt hér hjá oss, og felur það vafalaust í sér meiri háska, heldur en allan fjöld- ann grunar. Segja má, að íslenzkur landbúnaður verða að stríða gegn tvöfaldri þvingun, sem hröðum skrefum miðar að því að fækka þeim, er vilja stunda hann. Hann verður að heyja stríð fyrir tilveru sinni á tveim vígstöðvum. í fyrsta lagi á landbúnaðurinn í harðri samkeppni við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.