Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 34
3G
Aróðurinn um landbúnaðinn.
Ekki skyldi mig undra, þótt einhverjum kunni að virðast,
að þessar hugleiðingar mínar um efnishyggju og sálhyggju
séu harla fjarlægar landbúnaði. Að svo er ekki verður þó
ljóst, sé þess gætt, að á þessum meginstefnum grundvallast
allt atvinnulíf vort, þjóðskipun og þjóðmálastefnur.
Störf og atvinnurekstur geta í eðli sínu verið meira eða
minna sálræn eða efnisleg. Þeim mun listrænni og lífrænni
sem störfin eru, því nærstæðari eru þau andanum og þróun
hans, en því vélrænni, sem þau verða, því meir falla þau í
farveg efnishyggjunnar.
í eðli sínu er landbúnaður, hvort sem hann byggir heldur
á ræktun og uppeldi jurta eða dýra, bæði listrænn og líf-
rænn atvinnuvegur, sem krefst mikillar víðsýni, reynslu og
þekkingar og felur í sér takmarkalausa fjölbreyttni og feg-
urð, en auk þess er hann þrotlaus barátta við margþætta
örðugleika, viðráðanlega og óviðráðanlega.
Af þessu leiðir, að landbúnaðurinn er mjög þroskandi
atvinnuvegur, er beinir hugum þeirra, er ástunda hann af
alúð og skilningi, inn á andleg þróunarsvið.
í þessu sambandi má benda á, að margir mannfélagsfræð-
ingar telja, að oæja- og borgarmenning úrkynjist og „forpok-
ist“ á skömmum tíma, sé hún eigi í nánum tengslum við öfl-
uga sveitamenningu, er sjái henni stöðugt fyrir nýjuogþrótt-
miklu blóði, en þetta sýnir, að bæði er æskilegt og nauðsyn-
legt á hverjum tíma, að verulegur hluti þjóðarinnar stundi
landbúnað og sé uppalinn við landbúnaðarstörf.
Því miður virðist þetta stefna í öfuga átt hér hjá oss, og
felur það vafalaust í sér meiri háska, heldur en allan fjöld-
ann grunar. Segja má, að íslenzkur landbúnaður verða að
stríða gegn tvöfaldri þvingun, sem hröðum skrefum miðar
að því að fækka þeim, er vilja stunda hann. Hann verður
að heyja stríð fyrir tilveru sinni á tveim vígstöðvum.
í fyrsta lagi á landbúnaðurinn í harðri samkeppni við