Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 37
39
legt er að séu veigamikill hluti af fæðu þjöðarinnar, með
sem allra lægstu verði.
Þessi hugsunarháttur mun meðal annars hafa komið nokk-
uð greinilega í Ijós á síðastliðnu ári, meðan reynt var að
semja við fulltrúa neytendanna i bæjunum um verð á
landbúnaðarvörunum. Þessir fulltrúar munu hafa látið þá
skoðun í ljósi, að mæðalafköst bænda væru of lág, og viljað
miða verðlagið við meiri afkÖst. Flestum sanngjörnum
mönnum, er hugleiða þessi mál hlutdrægnis- og hleypidóma-
laust, mun þó virðast, að eigi á annað borð að fara að krefj-
ast aukinna afkasta fyrir greidd laun, lægi nær að hefja
slíkar aðgerðir annars staðar en hjá bændum. Og áður en
kvartað er yfir meðalafköstum bændanna, bæri vel að at-
huga og meta, hvort meðlimir annarra stétta og starfsgreina
skila, þjóðfélagslega séð, þjóðinni meiru verðmæti fyrir
sömu laun.
N ú er skipun þessara mála þannig, að bændur taka laun
eftir meðalafkóstum. Ekki veit ég, hvort fulltrúar neytend-
anna, sem þátt hafa átt í að koma þessari reglu á, hafa gert sér
það ljóst, að með þessari skipan hafa þeir kippt þeim grund-
velli undan stéttasamtökum bæjanna, er þau þó til þessa
hafa þrákelknislega hangið á í hagsmunastreitum sínum, að
laun skuli aðeins miðuð við tímann, sem unnið er, án tillits
til afkasta. Hér eftir verður þeim mjög örðugt að ganga gegn
þeim kröfum, er nú gerast bæði tíðar og háværar, að laun
skuli yfirleitt greidd í samræmi við afköst, en ekki tímann,
sem liangið er yfir verkinu.
Laun þau, sem verðlagning landbúnaðarvara ákveður
meðalbóndanum, eru mjög lág, miðað við það kaupgjald,
er nú gildir almennt, þegar þess er gætt, að bóndinn er ekki
venjulegur, óbreyttur verkamaður, heldUr verður einnig
að taka á sig áhættu af atvinnurekstri. Auk þess er vinnu-
tími bænda yfirleitt mjög langur, svo að með sama vinnu-
tíma mundi hver óbreyttur verkamaður fá miklar greiðslur
fyrir yfirvinnu og helgidaga. Að lokum hafa svo laun þau,